þriðjudagur, október 25, 2005

Góðan daginn

Jæja, þá er komið að því að kynna sér betur þetta alnet með því að hefja hér með giftusamlegan netferil þar sem stefnan er tekin á það að setja inn stafi sem lesnir eru og jafnframt mynda orð. Orð sem hafa hvert sýna merkingu, því í gegnum menningu sem er sameiginleg upplifun hefur það orðið ofan á að fólk sammælist um hvað sé rétt skilgreining á hljóðum sem koma út úr munnum manna. þessum hljóðum, sem hafa sameiginlega merkingu, er svo raðað saman í ákveðið mynstur svo úr myndast setningar sem er uppröðun orða í ákveðinni röð svo mynda megi sameiginlegan skilning á því sem hver og einn tjáir með hljóðum sínum.

Ef þetta skipulag hefði ekki komið til, væri ef til vill ekkert til sem heitir orð og því síður nokkuð sem heitir setning og þá væri kannski Leitin að eldinum vinsælasta mynd allra tíma.

Það væri nú skrítið......... ha ha ah ha ha ha ha ha ha ha ha ha ha ha ha ha ha ha ha ha ha ha ha ha ha ha ha ha ha ha ha ha ha ha ha ha!!!!!!!!

2 Comments:

Anonymous Nafnlaus said...

Það er mér sönn ánægja að verða fyrstur manna til að kommenta á þessari síðu.

12:22 e.h.  
Anonymous Nafnlaus said...

Maður er korteri of seinn.
Kv.Stiftamtmaðurinn

8:00 e.h.  

Skrifa ummæli

<< Home