þriðjudagur, júlí 25, 2006

Skattafróðleikur

Maður spyr sig hvort verslunareigendur á laugavegi séu ekki orðnir langþreyttir á eilífri skattlagningu á viðskiptavini þeirra. Því skattlagningu á viðskiptavini þeirra má leggja að jöfnu við skattlagningu á þá.

Dæmi: Venjulega kostar kaffibolli 250 krónur niðrí bæ. Þann kaffibolla tekur u.þ.b. klst að drekka (með ábót og spjalli um hlutabréf). Ef einnig er greitt í stöðumæli fyrir þessa klst, þá kostar hann u.þ.b. 150 krónur í viðbót.

Kaffibollinn kostar því 400 krónur í miðbæ Reykjavíkur. Það er mikið. Of mikið fyrir kaffibolla. Of mikið fyrir kaffibolla sem hægt er að fá á 250 krónur annar staðar. Of mikið fyrir kaffibolla sem hægt er að fá á 250 krónur annar staðar þar sem viðskiptamenn þurfa ekki að lifa við skattanauðung og eru því í betri samkeppnisstöðu.

Stöðumælar koma því öllum illa, viðskiptavinum sem og viðskiptamönnum.

Þetta var skattafróðleiksmoli dagsins.

2 Comments:

Anonymous Nafnlaus said...

Það er einmitt gaman að segja frá því að nú á líka að fara að setja stöðumæla upp við Landsspítla (ef það hefur ekki þegar verið gert).
Var nokkuð vissum að eitt af því fáa góða við komu Sjálfstæðisflokksins í meiri hluta væri að þá yrðu þessir staurar felldir... en nei menn skíta upp á bak!
Legg til að ágóði af síðasta stöðumæladeginum verði settur í góðgerðarmál.
Kv.Bjarni

1:17 e.h.  
Anonymous Nafnlaus said...

Já það er rétt hjá þér minn kæri að það er ákveðin ,,vinstri" slagsíða innan þessa flokks, sem ég skil ekkert í.

4:06 e.h.  

Skrifa ummæli

<< Home