fimmtudagur, september 07, 2006

Kynslóðir

Endrum og sinnum heyrir maður minnst á kynslóðir fyrri tíma. Hipparnir voru friðelskandi flökkukindur sem lifðu taumlausu kynlífi án ábyrgðar. Diskó kynslóðin dansaði næturlangt í gleðivímu líkt og morgundagurinn rynni aldrei upp. Gleðin hélt áfram á eightís tímabilinu þar töffarar og skvísur hlustuðu á tónlist ,,mengaða" af hljóðgervlum sem minna á gamlar ruslatunnur. X kynslóðin þóttist fordómalaus á sama tíma og orð á borð við kúl og ýkt nutu vinsælda.
Í fyrra las ég grein í stúdentablaðinu þar sem Óskar Arnórsson fjallaði um hnyttin máta um þá kynslóð sem ég tel mig tilheyra. Hann kallar hana,,Viðnámslausu kynslóðina". Fædd með silfurskeið í munni, aldrei upplifað annað en góðæri og aldrei þurft að hafa fyrir nokkrum sköpuðum hlut. Kaffihúsaferðir, bíó og fyllerí fjármögnuð með bankalánum sem borguð verða...síðar meir....af mömmu og pabba. Konur nota karla, karlar nota klámefni. Engin bannar, engin skammar, engir rammar og á endanum, ef sódómulíferninu linnir ekki, munum við jafnvel sjá svartan gyðinga homma (T.M).

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home