mánudagur, ágúst 28, 2006

Everton 2 - Munnmakarham 0

Undirritaður horfði á leik Tottenham og Everton um helgina. Væntingar fyrir leik voru undir lágmarki þar sem 21 ár eru síðan Everton vann á White Hart Lane.

Því var fögnuðurinn gífurlegur í Keðjuholti eftir að úrslit voru kunn. Ekki nóg með það að mínir menn sigruðu, að auki komu margsinnis kaflar í leiknum þar sem Everton náði að senda meira en þrjár sendingar á milli manna.

Í framhaldinu er ekki úr vegi að gefa út stríðsyfirlýsingu fyrir næsta leik sem er á móti Liverpool:

,,Everton táknar hið góða í heiminum, Liverpool táknar hið illa í heiminum. Því mun ekkert blóm dafna, engin ást brenna, engin list fæðast og engin fegurð lifa fyrr en knattspyrnuliðið Liverpool mun deyja, deyja, deyja á blóði drifnum knattspyrnuvelli."

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home