miðvikudagur, október 04, 2006

Crank

Keðjufíflið fór í bíó á myndina Crank í kvöld. Þvílíka kvikmyndaupplifun er ekki hægt að kaupa út í búð, bara í bíó. Ólafur Þórðarson (a.k.a Jason stratham) leikur mann sem má ekki stoppa að hlaupa ,því annars deyr hann, svona eins og hákarl...eða köttur sem er búinn að fá sinnep í rassinn. Það er heillandi, en þó ekki nærri jafn heillandi og ýmis smáatriði sem sjást æ sjaldnar í kvikmyndum nú á tímum. Aðalsöguhetjan er jafn töff og orðið þokkalega var fyrir nokkrum árum, löggurnar eru aular, vondu kallarnir vondir og konurnar hálfnaktar fyrirsætur sem vita ekki neitt og ekki til neins brúks nema gera hitt. (a.k.a. dodo)

Til þess að skemma ekki upplifun framtíðaráhorfenda segi ég bara.

*Óli Þórðar kemur karlmennskunni aftur á kortið.
*Æsilegur hasar sem segi sex

4 hlekkir af 5 mögulegum.













Mynd tekin úr giftingu Ólafs

2 Comments:

Anonymous Nafnlaus said...

Hvaða endemis æði!

10:12 f.h.  
Anonymous Nafnlaus said...

Fékk sniff af suttungamiði

2:02 e.h.  

Skrifa ummæli

<< Home