þriðjudagur, október 10, 2006

Úti að skíta

Nú fyrir nokkrum mínútum var ég að fela mig fyrir henni Rögnu minni. Faldi mig á bakvið vegg á meðan hún sagði ,,Viðar hvar ertu". Ég hló inn í mér og hugsaði ,,ég trúi þessu ekki, hún finnur mig ekki".

Stuttu síðar kom ég fram og bjóst við hlátri og gleði við endurfundina. En þvert á móti fékk ég þessi orð í smettið ,,veistu þetta er ekkert fyndið". Ég verð nú að viðurkenna að um leið og ég stóð þarna með sólheimaglott til að lúkka kúl, fann ég hvernig ég skammaðist mín smá. Því hef ég tekið þá ákvörðun að hætta að fela mig upp úr þurru. Eins dreg ég þessa ályktun...

Ef ég er úti að skíta, kemur Ragna og skeinir mér.

2 Comments:

Anonymous Nafnlaus said...

ég mun aldrei hætta að fela mig

1:19 f.h.  
Anonymous Nafnlaus said...

Enda alltaf úti að skíta

12:40 e.h.  

Skrifa ummæli

<< Home