þriðjudagur, janúar 02, 2007

Já skaupið var...

.....nú bara mjög sniðugt. Margt sem fékk mína einföldu sál til að hlæja.

6 Comments:

Anonymous Nafnlaus said...

Já, mér þótti skaupið líka óskaplega sniðugt. Sérstaklega skákatriðið þegar Bobby Fisher setur drottninguna upp í sig.
En hvað um það.
Flutningurinn 30 des. var að rifjast upp fyrir mér. Þegar ég, þú og Sammi vorum að keyra niður Hellisheiðina segir þú orðrétt "Engin góð rokkhljómsveit hefur komið frá Bretlandi". Þar sem ég er mjög bældur náungi þá þegi ég bara og lít á þetta sem skot á mitt ástkæra móðurland. En þetta er klárlega vitlaust staðhæfing hjá þér. Ein af fremstu rokkhljómsveitunum í dag er akkúrat bresk en það er hljómsveitin Muse.
Put that in your pipe and smoke it

8:09 e.h.  
Anonymous Nafnlaus said...

Þetta fer náttúrulega eftir því hvað þú telur vera rokkhljómsveit. Bæði U2 og Coldplay hafa hljómað á bæði X-inu og Xfm. Eru þær þá ekki rokkhljómsveitir. Og hvað með Depeche Mode?
Sko, það er til fullt af breskum heimsklassa hljómsveitum.

8:23 e.h.  
Anonymous Nafnlaus said...

Já, atriðið með Bobby Fisher var mjög fyndið. Ég hló einna mest af því.

Í sambandi við hitt dæmið, þá tók ég bara svona til orða og var að lýsa minni skoðun, ekki skoðun útvarpsstöðvar.

Að því sögðu verð ég að segja að ekkert í orðum þínum, fær mig til þess að skipta um skoðun. (sem þú kallar staðhæfingu).

Við erum þó sammála um staðhæfingar þínar um bældan náunga sem elskar móðurland sitt. (og er mömmustrákur ef ég má bæta því við )

9:06 e.h.  
Anonymous Nafnlaus said...

Ég var ekki að segja að þú værir að reyna að lýsa skoðun útvarpsstöðvar kjánaprikið þitt. Ég var að segja að fólk hefur mismunandi skoðanir á því hvað teljist rokkhljómsveit. Sumir myndu segja að Keane sé rokkhljómsveit, þó að hún sé það vitanlega ekki.

Hvað breskt rokk varðar þá ertu ansi fávís lítill maður. Upphaf rokkstónlistar á rætur sínar að rekja til Bretlands. Hljómsveitir á borð við The Clash, The Who, Led Zeppelin, Joy Division, The Cure, Iron Maden, Queen og Pink Floyd eru allar breksar. Hvernig geturu þá haldið því fram að engin góð rokkhljómsveit hefur komið frá Bretlandi.

Ég dreg það hinsvegar til baka að kalla þetta staðhæfingu. Hér var augljóslega aðeins um skoðun að ræða.

9:52 e.h.  
Anonymous Nafnlaus said...

Já hljómsveitirnar eru kannski breksar það er rétt.
Ég sá nú þetta skaup í gær og það er alltaf við sama helvítis heygarðshornið. Auðvitað var fyndið þegar hundurinn bara sprakk og Ólívur Ragnar Grímsson og svona. En mikið andskoti er þetta alltaf jafn leiðinlegt þrátt fyrir að vera kannski ágætt í þetta skiptið.

Varðandi Ívar. Þá er hann kókoshneta mömmu sinnar en óttalegur pabbahnoðri í bland.

9:34 f.h.  
Anonymous Nafnlaus said...

Bretar rímar við Grétar

12:39 f.h.  

Skrifa ummæli

<< Home