föstudagur, desember 08, 2006

Áfengi í búðum

Nú liggur frumvarp fyrir Alþingi þar sem lagt er til að sala léttvíns og bjórs verði leyfð í almennum verslunum.....

Fussum svei! Hverju taka þessir Alþingismenn upp á næst?

Að leyfa rokk-músík, mini pils og karlmenn með sítt hár?!? Að kynlíf fyrir giftingu verði ekki gert refsivert? Banna þeir nornaveiðar?!?

Aldrei hefur guðhrætt hjarta mitt tekið jafn rækilegan kipp og þegar það heyrði þessar fréttir. Vonandi eru til einhverjir sómakærir Alþingismenn sem stoppa þetta í fæðingu. Annars munu allir á endanum líta svona eða svona út

Í öðrum fréttum

Apollo, geimferja Bandaríkjamanna, lenti á tungl......

5 Comments:

Blogger Sólskinsfífl nútímans said...

Maður hlýtur að spyrja sig hvaða flokkur sé búinn að stjórna hér öllu síðustu 15 árin?

1:42 f.h.  
Blogger Sólskinsfífl nútímans said...

Skemmtilegt annars hvað ég er búinn að snúa feministanum mínum:
http://arnaolafs.blogspot.com/

3:18 f.h.  
Anonymous Nafnlaus said...

Alveg sammála.......;-)

5:58 e.h.  
Anonymous Nafnlaus said...

Þetta er skemmtilegt,spurning hvort að þar er sé fæddur frjálshyggjufemínisti.

Frjálshyggjufemínistinn trúir á einkaframtak sitt og annarra kvenna (og karla)og hefur almenna trú á sjálfri sér.

Það er jákvætt mjög því hann kemur í stað rauðsokkufemínisma sem líkja má við karlmann sem leitast eftir því að míga í mótvindi.... Hann myndi þó líklega fara heim og skipta um buxur.... En rauðsokkufemínistarnir skipta ekki um skoðun. Kannski var samlíkingin því ekki nógu góð.

8:14 e.h.  
Anonymous Nafnlaus said...

Burt sé frá boðskap og öllu öðru. Þá ætlaði ég að fara að skrifa að mynd nr. 1 hefði verið það fyndnasta sem ég hefði séð og hlegið upphátt og svona, en svo skellti ég upp úr við mynd 2. Þannig að hún er fyndnust.

En femínismi og svona.. þú veist líka...

11:30 f.h.  

Skrifa ummæli

<< Home