Sjórinn
Sjórinn er eitthvað svo óendanlega djúpur og engin leið að vita hvað í honum leynist. Hann er myrkur og morðóður, einnig er hann kaldur og hvissandi.
En mannskepnan er ótrúleg og hefur náð að smíða skip til þess að koma í veg fyrir að þurfa að fara nálægt þessum andskota. Því langar mig að nota þetta tækifæri og hylla allt mannkyn í eitt skipti fyrir öll. Við höfum svo sannarlega sýnt öllu öðru í heimana og holdgervingur sigurgöngu okkar er skipið sem siglir í gegnum ólgusjó skítsama um veður og vinda, skítsama um allt.
Til hamingju mannkyn.
En mannskepnan er ótrúleg og hefur náð að smíða skip til þess að koma í veg fyrir að þurfa að fara nálægt þessum andskota. Því langar mig að nota þetta tækifæri og hylla allt mannkyn í eitt skipti fyrir öll. Við höfum svo sannarlega sýnt öllu öðru í heimana og holdgervingur sigurgöngu okkar er skipið sem siglir í gegnum ólgusjó skítsama um veður og vinda, skítsama um allt.
Til hamingju mannkyn.
5 Comments:
Mannkynið er lítið og aumt og mun eyða sjálfu sér af þessari jörðu.
Maðurinn getur smíðað sér báta, flugvélar og bíla en á ekkert í náttúruna, það ættir þú að vita enda oft lent sjálfur í gríðarlegum sjávarháska... segi eins og Meistarinn ,,kóngur vill sigla en byr mun því reyndar ráða".
Menn hugsa sér takmörk,
þeir telja sig jafnvel sjá það.
Þeir sækja í sig veðrið,
þeir setja allt sitt traust á það.
Þeir gína yfir áformum
en guðirnir þeir ráða.
Og áformin voru svo heillandi,
það var harla léttvægur prettur
sem gekk af þeim dauðum
en hann var guðlegur og nettur.
Já það sem brá fyrir þig
fæti voru örlagaglettur.
Þú ræðir svo margt,
þú ert reifur og mettur.
Þér finnst tilveran leikur,
þú ert laus við þessar fléttur.
En svo er fléttan þér um háls
og það er hlegið því þetta eru örlagaglettur.
Þú ert fórnarlamb guðlegrar gamansemi
en gráleit fyndnin hún sortnar óðfluga.
Þó veinar hástöfum látið mig lausan úr glettunni
og þú leitar í örvilnan en það finnst bara ekki nein góð smuga.
Þú spyrð karlinn í búðinni:
hvar er minn réttur?
Sá eini sem finnst
hann er yfir þér settur.
En allt er háð lögmáli
og lögmálið eru þessar örlagaglettur.
Því þú ert svo auðveld bráð hinna gamansömu guða,
þú ert gangandi fyndni á þeirra vegum.
Þér stoðar ekki mikið að steyta rýran hnefa,
stórmennskan fer þér síst svo hlægilega takmörkuðum og tregum.
Þú hreyktir þér á stall
sem þú hélst að væri klettur
en þú kunnir þér ekki hóf,
svo komu á þig dettur.
Þú varðst að athlægi í kviksyndinu
fyrir örlagaglettur.
Ég setti mér markmið,
ég sótti fram til dáða.
Ég teygði mig og skoðaði í fjarskanum
takmarkið mitt þráða.
Kóngur vill sigla
en byr mun reyndar ráða.
Maður andmælir svo sem ekki Megasi....
Nema með þessum orðum....Menn deyja af náttúrunnar hendi, en fleiri deyja af mannanna völdum, hins vegar deyja margir náttúrulegum dauðdaga, þó náttúran sé viðkvæm og drepist af mannanna völdum.
Því verð ég að vera ósammála sjálfum mér....og þér.
reykjarvíkunætur
Ég verð að vera sammála þér Viðar og ósammála sjálfum mér.
Annars borða ég bara sokkana þína og tvær kók með!
Skrifa ummæli
<< Home