þriðjudagur, nóvember 21, 2006

Meðlimur Sopranos fjölskyldunnar ,,harður" Valsari.

Í grein Steingríms Ólafssonar sem birtist á bloggsíðu hans, eru leiddar líkur að því að einn aðal fjárstyrktaraðili Vals sé maður að nafni Engilbert Runólfsson. Engilbert þessi ku vera þekktur í undirheimum Reykjavíkur, án þess að undirritaður hafi það frá fyrstu hendi.

En ef satt reynist, má líkja þessu við þá spillingu sem er víða í kringum fótboltann í Evrópu.

Skemmst er að minnast þess þegar upp komst um hneyksli á Ítalíu þar sem ýmsum félögum voru fundin sek um að múta dómurum og voru þau dæmd til misharðra refsinga eftir því hve stórfelld brot þessi voru.

Því má ætla að auðvelt verði að leggja saman tvo og tvo, ef t.d. Garðar Örn Hinriksson birtist skyndilega í nýjum gulljakafötum, eða með brotnar hnéskéljar eftir að hafa dæmt í leikjum Vals næstkomandi sumar.

Annars....gerist aldrei neitt svoleiðis á Íslandi, er það?

1 Comments:

Anonymous Nafnlaus said...

"NNNeeii !"

5:44 e.h.  

Skrifa ummæli

<< Home