mánudagur, desember 11, 2006

Gæti einhver verið svo vænn..

Að segja mér hér í commenti, hvernig maður setur inn á bloggið fasta linka á aðrar netsíður.

Einnig má sá hinn sami tjá skoðun sína málsháttnum: Öllu gríni fylgir alvara. Er hann bara bull eða er mikil speki þar á ferð?

Raunar mega allir sem vilja tjá sig um það.

6 Comments:

Anonymous Nafnlaus said...

Sérhver manneskja gerir jafnan grín að liðnum atburðum eigin lífs sem verkað hefur af mismiklum krafti í sálarlíf hennar.

9:42 e.h.  
Anonymous Nafnlaus said...

Gefum okkur að þú segir við feita manneskju: "Hey - voðalega ertu grönn!" og ert þ.a.l. með mikið grín.

Ég get ekki séð að það sé nokkur alvara á bak við þetta grín. Feit manneskja er ekki grönn.

Hún gæti kannski verið grönn í framan?

Þá er kannski einhver alvara í gríninu?

Mig svimar...

1:28 f.h.  
Anonymous Nafnlaus said...

Þetta er vissulega góður punktur minn kæri Perri 2.Z.

Betra dæmi hefði líklega verið að segja við granna manneskju....

"Hey- voðalega ertu feit!" og þá er hún afar ólíkleg til þess að vera feit í andlitinu.

Því er þar á ferð 100% grín, en engin alvara.

Að vísu þekki ég eina manneskju sem er grönn, með hálfgerðar bollukinnar

S.s. feit í framan.

Úff..sviminn heldur áfram.

2:05 e.h.  
Blogger Linda said...

HÆ!

Þar sem enginn tölvunarséní hefur tjáð sig um linkana þá læt ég það flakka! Þú ferð inn í template og þarft að forrita smá þar;) Ég get sent þér þannig link ef þú vilt eða gert þetta fyrir þig en þá þyrfirðu annað hvort að gefa mér passwordið sem gæti skapað vandræði ef ég væri í djókstuði eða ef þú kemur í heimsókn á Kambó þá get ég gert þetta á staðnum;)

6:44 e.h.  
Anonymous Nafnlaus said...

Linda, manstu þegar ég gleymdi símanum mínum og þeir félagar Bjarni og Andri voru í djókstuði.....

Af biturri reynslu :) sé ég því þann kost vænstan að kíkja bráðlega í kaffi á Kambó.

8:29 e.h.  
Blogger Linda said...

sammála, ég gæti tekið upp á því að vera í sama stuði og þeir voru forðum daga, þetta þýðir heimsókn ekkert annað og gott væri að þú kipptir Rögnu með þér:)

9:51 e.h.  

Skrifa ummæli

<< Home