Framboð og eftirspurn
Í dag fór ég á ráðningarskrifstofu.
Talaði um kosti mína og galla, áhugamál og áhugaleysi. Hafnaði starfi þjónustufulltrúa í banka sökum áhugaleysis. Nefndi draumastarfið. Það er ekki á lausu. Mér er alveg sama. Ég ætla samt að fá það.
Því fór ég að velta því fyrir mér hvernig ég gæti gert sjálfan mig eftirsóknarverðan á vinnumarkaði. Eru það þröngar buxur, stífuð skyrta og gelað hár eða eitthvað allt annað? Hugmyndir eru vel þegnar.
Það eina sem ég veit er að þetta er allt saman spurning um framboð og eftirspurn.
Góðar stundir.
Talaði um kosti mína og galla, áhugamál og áhugaleysi. Hafnaði starfi þjónustufulltrúa í banka sökum áhugaleysis. Nefndi draumastarfið. Það er ekki á lausu. Mér er alveg sama. Ég ætla samt að fá það.
Því fór ég að velta því fyrir mér hvernig ég gæti gert sjálfan mig eftirsóknarverðan á vinnumarkaði. Eru það þröngar buxur, stífuð skyrta og gelað hár eða eitthvað allt annað? Hugmyndir eru vel þegnar.
Það eina sem ég veit er að þetta er allt saman spurning um framboð og eftirspurn.
Góðar stundir.
4 Comments:
Byrjaðu að segja að þú sért í fótbolta í efstu deild. Ef hann/hún spyr hvaða lið segirðu FRAM. Ef hann/hún segir eitthvað "USSS - ertu ekki Skagamaður (til dæmis)" þá svarar þú "He he... (ekki gleyma litla kaldhæðnislega flissinu)... nei ég er ekki Skagamaður ennþá en það gæti auðvitað alltaf breyst. Ég kann líka vel við það hvernig þeir spila bolta."
Ef hann/hún hefur hins vegar ekki áhuga á áhugamálum þínum eða einfaldlega ekki áhuga á knattspyrnu þá er ekkert annað en að gela hárið og stífa skyrtuna. Færðu honum/henni líka vænan blómvönd í upphafi viðtals þar sem eitt blómið er svona vatnssprautublóm. Þú getur líka sagt að dauði Önnu Nichole Smith hafi blásið í þér andgift um að gerast frásagnahöfundur.
Er þetta spurning um framboð og eftirspurn?
Mér hefur nú ferkar sýnst þetta vera spurning um klíkuskap eða fíflalæti.
Kv.Bjarni
Hmmm, alltaf gaman að gera eitthvað með grínrödd.
Það er sterkur leikur að hryngja í fyrirtækið þar sem umsóknin liggur og biðja um að fá að skoða vinnustaðinn, bera hann augum, enda jú ekkert ósvipað og þegar maður er að leita sér að leiguhúsnæði.
Vill maður ekki vita út í hvað maður er að fara?
Þetta er eins og að prufukeyra bíl áður en maður kaupir hann. Maður hringir í Osta og smjörsöluna og biður um að koma að vinna í einn dag. Ég hef heyrt að menn hnerri yfir ostana þegar þeir eru að setja pipar á piparostana.
Skrifa ummæli
<< Home