Bloggbót
Lítið hefur verið í gangi á síðu þessari að undanförnu, sökum gríðarlegra anna. BA ritgerð var skilað og að sjálfsögðu kláraði ég hana kl 15.30 og átti svo að skila kl. 16.00....ég skilaði kl. 16.01.
Stefnt er að því að færslur verði hér tíðari.
Að öðru....
Var að frétta það í gegnum þáttinn Scrubs að þegar konur eru að fæða börn kúka þær nánast undantekningarlaust á sig í rembingnum.
Minnir óneitanlega á Samfylkinguna að því undanskildu að ekkert barn fæðist.
Spaugstofumenn komu með sniðugan brandara. Það er fréttaefni útaf fyrir sig. Brandarann má finna frekar aftarlega í þættinum, þar sem menn eru í heitum potti að metast um hversu flotta veislu þeir héldu í bankanum sínum.
Fleira hefur ekki gerst markvert að undanförnu.
Góðar stundir.
Stefnt er að því að færslur verði hér tíðari.
Að öðru....
Var að frétta það í gegnum þáttinn Scrubs að þegar konur eru að fæða börn kúka þær nánast undantekningarlaust á sig í rembingnum.
Minnir óneitanlega á Samfylkinguna að því undanskildu að ekkert barn fæðist.
Spaugstofumenn komu með sniðugan brandara. Það er fréttaefni útaf fyrir sig. Brandarann má finna frekar aftarlega í þættinum, þar sem menn eru í heitum potti að metast um hversu flotta veislu þeir héldu í bankanum sínum.
Fleira hefur ekki gerst markvert að undanförnu.
Góðar stundir.
4 Comments:
Voðaleg leiðindi í garð Samfylkingarinnar, sem er glæsilegasta lýðræðisafl á Íslandi - verst hvað Íslendingar eru miklir sveitamenn.
Eru ekki meiri tíðindi að ríkisstjórnin er fallinn í hvað?
5 skiptið í jafn mörgum könnunum, segir okkur bara hvað íslenskir fjölmiðlar eru hallir undir Sjálfstæðisflokkin.
Púú á Framsókn!
Ég vil auk þess bæta við þetta þar sem ég var upptekinn yfir handboltanum að ef að ríkisstjórnarflokkarnir væru manneskjur þá væru þær löngu látnar úr ofþurrki sökum niðurgangs og með þriðja stigs brunasár á bakinu eftir skituna og vissulega hefur hún ekki búið til barn heldur skrímsli og önnur skuggaleg furðudýr í sínum ráðuneytum.
Púú!
1. Já það er rétt Íslendingar eru sennilega ekki tilbúnir að kjósa samfylkinguna, hún ætti því sennilega að flytja til Svíþjóðar.
Bölvað hvað það eru líka miklir sveitamenn í borginninni, eina sem útskýrir stöðu Samfylkingarinnar í borginni.
2. Hugsanlega væru ríkisstjórnarflokkarnir látnir úr ofþurrki, ef ekki væri sífellt verið að bera á þá næringarríkan skít annarra flokka.
Meirihluti Sjálfstæðismanna vill vinna með Framsóknarflokknum eftir næstu kosningar - segir allt sem segja þarf. Ef þú kýst Sjálfstæðisflokkinn þá kýstu Framsóknarflokkinn - Guðna Ágústsson, Jón Sigurðsson, Valgerði Sverrisdóttur og hina leppalúðana sem standa gegn öllum heilbrigðum framförum í landinu.
Vonbrigði hins vegar að sjá að 40% Samfylkingarfólks vill helst að stjórnarandstæðan taki við, en hey eins og formaðurinn þinn sagði ,,maður getur ekki alltaf farið heim með sætustu stelpunni" og menn eru orðnir þreyttir á að bíða eftir hinum Viðreisnarflokknum til að bjóða upp í dans.
Morgunblaðið virðist hins vegar hafa áttað sig og vill nú Viðreisnarsamstarf, en vildu í síðasta mánuði VG og í haust Framsókn (og talar svo um að fólk viti ekki hvar það hefur Samfylkinguna, þegar Styrmir virðist svona margklofinn persónuleiki).
Það er annars rétt hjá þér að það eru fullt af sveitamönnum í þessari borg og verður sennilega því miður alltaf enda eru afkvæmi Sjálfstæðismanna og Framsóknarmanna líklegust til að kjósa sama og foreldrarnir - það hlýtur að tengjast dýrslegum og óheilbrigðum sveitagenunum og hversu allir eru skyldir hvorum öðrum úti á landi - ríðandi systkinum sínum í óupplýstu skammdeginu.
Skrifa ummæli
<< Home