Stúdentapólitík
Sá tvö plaggöt áðan frá Vöku og Röskvu. Undir plaggati Vöku stóð ,,félag lýðræðissinnaðra stúdenta", en undir plaggati Röskvu stóð ,,samtök félagshyggjufólks".
Svolítið fyndið þar sem kosningabarátta félaganna er með því ólýðræðislegra sem gerist og fer í raun bara eftir því hvor hópanna á fleiri vini í skólanum.
Í öðru lagi er svolítið öfugsnúið að bendla einhverri félagshyggju við stúdentapólitík. Markmiðið hlýtur alltaf að vera að huga að hag stúdenta í heild sinni og lítið rúm fyrir félagshyggju eða markaðshyggju í slíkri hagsmunabaráttu.
Nema náttúrulega að Vaka beri hag stjórnvalda eða auðugra námsmanna fyrir brjósti?
1 Comments:
ekki einu sinni vera að spá í þessu
Skrifa ummæli
<< Home