föstudagur, febrúar 16, 2007

Ögmundur Jónason

Illa er farið með Ögmund Jónasson í rökræðum í Kastljósi í gær. Raunar pínlegt að horfa upp á þetta fyrir hans hönd. Ögmundur sér vanalega sjálfur um að tala sig í kaf, en hér mætir hann Sigurjóni Árnasyni bankastjóra Landsbankans.

Til að gera langa sögu stutta, minnir þetta einn helst á mann frá 2007 að ræða við mann frá 1848, sem er nýbúinn að lesa kommúnistaávarpið, tilbúinn í stríð og strit, en hlustar ekki á skynsemi og vit.

6 Comments:

Anonymous Nafnlaus said...

Við skulum nú ekki vanmeta skrif Karl Marx og hvaða áhrif þau höfðu við að sníða af marga vankanta kapítalisma þess tíma. Ögmundur er þrjóskupúki og sennilega Björn Bjarnason/Davíð Oddsson þeirra VG.
Munurinn er auðvitað sá að ólíkt Birni/Davíð er hann ekki tilbúinn í stríð þó vissulega hafi þeir að undanförnu allir þrír deilt þeirri áráttu að hlusta hvorki á skynsemi né vit.

6:53 e.h.  
Anonymous Nafnlaus said...

Hér er ekki ætlunin að kasta neinni rýrð á kenningar Karl Marx, enda eru þær, líkt og hestvagnar, barn síns tíma.

Annars er ég nokkuð viss um að Ögmundur yrði ekki lengi að kalla saman almúgaher, grípa í heykvísl og stinga kapaítalistasvínin á hol, ef hann fengi til þess tækifæri. Hann myndi að vísu ekki kalla það stríð, hann myndi kalla það byltingu.

10:00 e.h.  
Anonymous Nafnlaus said...

Ég myndi nú ekki kalla kenningarnar hestvagn, frekar í kaldhæðni að hann hafi einmitt tekið kantana af kassalöguðum dekkjum kapítalisma þess tíma og að kringlóttum hjólum - lát vélina komast á ferð.

Annars fannst mér þetta viðtal ekki það merkilegt og ekki eins og að það hefði verið troðið einhverju ofan í kok á Ögmundi, enda bankastjóranum vænt um virðingu sína og fyrirtækisins.

11:06 e.h.  
Anonymous Nafnlaus said...

Annar maðurinn var vissulega að vernda fyrirtækið sitt, en hann var allavega með einhverjar staðreyndir (sem við gefum okkur að séu sannar) gegn pólitískum áróðri uppfullum af innantómum slagorðum.

1:06 f.h.  
Anonymous Nafnlaus said...

:)
Ég veit nú ekki hvort er meiri pólitískur áróður. Maður sem gagnrýnir fyrirtæki eða maðurinn ,,sem á það". Hefðum alveg eins getað horft á Stefán Ólafsson mæta Nesa Hó.

Þetta var svona ,,hver stal kökunni úr krúsinni í gær" augnablik:
Ha ég?
Já þú
Ekki satt
Hver þá?
Það var Seðlabankinn sem stal köku almennings úr krúsinni í gær.

Kv.Bjarni

2:13 e.h.  
Anonymous Nafnlaus said...

Síðbúin athugasemd. Ég er gjarn á að segja að pólítísk HUGSUN snúist ekki um hagsmuni, peninga, eða góða stöðu, ráðherrastóla o.s.frv. Hugsun er (gjald)frjáls. Og það er bara eitt vandamál með stjórnamálamenn og bankamenn (eins og þá sem hafa verið hér til umræðu): þeir hugsa ekki, heldur fást aðeins við hagmunapot.
Það er aftur annað mál ef við tölum um Marx. Hann var pólitískur hugsuður í þeim skilningi að hann sinnti starfi sínu af afskiptaleysi eins og sannur vísindamaður og bar ekki "hagsmuni" annarra fyrir brjósti en hinna fótumtroðnu öreiga, þeirra útilokuðu (sem eru enn til í dag). Vissulega varð hann örvæntingarfullur þegar hann frétti af því að byltingin væri handan við hornið og hann ekki búinn með bókina sína. En hér er, þvert á það sem í fyrstu kann að virðast, ekki um neinn narsisissma að ræða, vegna þess að, og lesið nú vel, hann er ekki að hugsa um sjálfan sig: heldur fræðim, kenningarnar, vísindin. Allt tal um að eitthvað sé útrunnið eða barn síns tíma er í vissum skilningi ofbeldi (hugtak sem ég held að við ættum að nota í sem víðustum skilningi). Vofa Marx ásækir okkur enn þann dag í dag, ásamt öðrum vofum, og það sem við þurfum að gera, er að takast á við þær í stað þess telja okkur trú um að við höfum yfir að ráða vígðu vatni sem hrekur þær á brott í eitt skipti fyrir öll. Við ættum, m.ö.o., ekki að vera svo hrokafull að við höldum að við höfum hreðjartak á Guði. Það er ódygð að sveipa sig vængjum vits og skynsemi og telja sér trú um að maður geti flogið "þöndum nasavængjum fjöllunum hærra" og dæmt söguna út frá hinu guðlega sjónarhorni (og "fagna svo sigri unnum á klósettpappírnum").

AFO

AFO

7:25 e.h.  

Skrifa ummæli

<< Home