föstudagur, febrúar 16, 2007

Tilefnislaus nauðgun

Neðarlega á forsíðu Fréttablaðisins er frétt undir yfirskriftinni Nágranni kom í veg fyrir nauðgun. Þar segir frá konu sem var að ganga heim eftir djamm, eins og ungdómurinn kallar það, þegar maður ræðst á hana, ber hana sundur og saman og reynir að nauðga.

Í fréttinni stendur orðrétt. ,,Konan þekkti manninn ekki neitt og virðist árásin hafa verið tilefnislaus".

Þetta segir mér að hún hafi ekki verið í stuttu pilsi og nauðgunin því á engan hátt réttlætanleg....
Hvert er stefnir þessi volæða veröld þegar nauðgunarárásir eru orðnar tilefnislausar.... TILEFNISLAUSAR SEGI ÉG!

6 Comments:

Anonymous Nafnlaus said...

Ég myndi nau*** lækni ef hann myndi sjúkdómsgreina mig ranglega. Ég veit um mýmörg dæmi þar sem fólk myndi reyna að réttlæta slík tilefni - var staddur í þeim samræðunum ekki lengra aftur í tímann en síðustu helgi.

Svo er auðvitað alltaf sagt "tilefnislaus árás" en ekki "tilefnislaus nauðgun." Árásin er skref 1, nauðgun skref 2.

7:02 e.h.  
Anonymous Nafnlaus said...

Ég verð að viðurkenna það að ég skil ekki alveg kommentið.

1. En spyr samt? Hvenær tilefni til árásar þegar nauðgun er ætlunarverk viðkomandi? Þú getur réttlætt hvað sem er. ,,Ég nauðgaði henni því hún var svo sæt" , eða ég nauðgaði lækninum því hann sjúkdómsgreindi mig rangt. Það breytir því ekki að í öllum tilfellum tel ég, sökum eðli glæpsins, rangt að gera árás með nauðgun í huga, án þess að fara eitthvað nánar út í það af hverju svo er.

Ef hún hefði verið búinn að gefa honum undir fótinn. Hefði þá verið tilefni til árásar?

2.Er þá ekkert til sem heitir nauðgunartilraun (nauðgunarárás í grein minni svona til að gera þetta dramatískt) ? Bara árás og svo nauðgun?

Þó að alltaf sé sagt tilefnislaus árás, þá getur það verið röng málnotkun eins og þetta tilvik sínir.

2:22 f.h.  
Anonymous Nafnlaus said...

sýnir.

2:47 f.h.  
Anonymous Nafnlaus said...

Sko ef að læknir myndi sjúkdómsgreina mig rangt - þá myndi ég ekki hika við að...

...Ég þekki til manns sem tekur að sér verkefni fyrir tuttugu þúsund kalla.

...Reyndur bara að sjúkdómsgreina mig rangt!

11:18 f.h.  
Anonymous Nafnlaus said...

já, ótrúlega skemmtilegt svar frá anonymous, sett fram með heimspekilegu ívafi og ég er ekki frá því að hann komi fram undir nafnleynd, enda sjálfsagt hátt settur maður sem nýtur mikillar virðingar út á við.
Orðalag fréttarinnar ber þess ekki merki að þjóðfélagið sé vitlaust heldur kannski frekar að íslensku kunnátta fréttamannsins sé ekki allveg upp á 10.
Engu að síður góð athugun hjá þér Viddi, you go girl.....

5:32 e.h.  
Anonymous Nafnlaus said...

Indeed Laufey mín, indeed.

7:43 e.h.  

Skrifa ummæli

<< Home