þriðjudagur, febrúar 20, 2007

Orsök og afleiðing

Bráðlega verður hér haldin klámráðstefna. Á baksíðu Fréttablaðsins er pistill eftir Þórhildi Elínu Elínardóttur. Inntak pistilsins er eitthvað á þennan veg. Sterk fylgni er á milli kláms, vændis og mansals. Því ættu Íslendingar ekki að bjóða klámfólkið velkomið, sem hingað kemur á ráðstefnuna. (Ég skil þetta sem svo að banna ætti fólki að koma hingað á ráðstefnuna).

Ég nenni ekki að benda á augljósa röksemdargalla þessa málflutnings, enda hafa aðrir bloggarar gert það vel, en langar samt að benda á eitt.

Öll sú umfjöllun sem klámráðstefnan fær, slæm eða góð, er sem vatn á myllu þeirra sem hana halda. Með því er verið að beina athygli að iðnaði sem þrífst á því að vera umdeildur og er verið að veita honum auglýsingu sem ekki fæst keypt.

Þeir sem berjast gegn klámiðnaðinum átta sig oft á tíðum ekki á því að hann er afleiðing en ekki orsök alls kyns vanda á borð við fíkniefnanotkunar og kynferðisofbeldis í æsku.

Til er orðatiltæki á ensku sem hljómar svo ,,choose your battles" og mættu andstæðingar klámiðnaðarins taka sér hann til fyrirmyndar. Í stað þess að spyrja sig ,,hvað get ég gerst til þess að berjast gegn klámiðnaðinum". Ætti fólk að spyrja sig ,,hvað get ég gert til þess að koma í veg fyrir að neyðin, sem rekur fólk til þess að starfa í klámiðnaðinum, sé til staðar".

8 Comments:

Anonymous Nafnlaus said...

Það er ekki hægt að setja samasemmerki milli kláms og iðnaðar. Þetta er sami hluturinn.

Ég vill meina að með því að rótsækja vandamálið er hægt að komast til botns í málinu og uppræta mansal og vændi og klám og annað í þeim dúr.

Svona ráðstefnur ættu ekki að fá að vera til staðar auglýstar, það er vissulega rétt. Þær bera engan skaða. "Ekki raska eldinum þegar bálið er þegar byrjað."

4:59 e.h.  
Anonymous Nafnlaus said...

Gæti ekki verið meira sammála.
Best er hins vegar að spyrja sig hvort að bann eða leyfi á klámi og vændi leysi vandann.
ISG fær stóran mínus hjá mér fyrir þetta kjaftæði sitt.

2:23 f.h.  
Anonymous Nafnlaus said...

Sammála þér Keðja - sammála þér.
Skyldi ekki alveg commentið hér að ofan.

2:24 f.h.  
Anonymous Nafnlaus said...

Já og best að láta nafn síns getið.

Kv.Bjarni

PS. gangi þér vel með kapítalismann!

2:25 f.h.  
Anonymous Nafnlaus said...

Það væri nú viðeigandi að birta hér pistil um Kapítalisman sem þú ræddir um við börnin.

6:42 f.h.  
Anonymous Nafnlaus said...

Von er á pistli

8:00 e.h.  
Anonymous Nafnlaus said...

Hver vill ekki tosíann með sénivér og stólpípu í góðra vina gír, ofaní hafragraut þar sem dansinn dunar?? Auðvitað í hófi þó.
Það sem gerir þetta bara allt svo skemmtilegt er að mínu viti það að enginn veit neitt um þessa ráðstefnu, né neitt um klám eða mannsal. Það voru bara allir að vinna eða horfa á 24 og máttu ekkert vera að því að spá neitt í þetta. hmmmmmm..... eða ekki ég allavega

10:13 e.h.  
Anonymous Nafnlaus said...

Já ég var að horfa á 24 og fylgdist því ekkert með þessari ráðstefnu.

Annars held ég að "anonymous" hafi hitt naglann á höfuðið þarna efst uppi.

2:49 e.h.  

Skrifa ummæli

<< Home