Orðaflaumur
Nú nýlega stóð stúdentaráð fyrir meðmælum til þess að vekja athygli á mikilvægi menntunar í landinu. Gott og blessað. Ég veit ekki hvort þetta er einhver vanvirðing á góðu framtaki, en mér finnst þetta svolítið fyndnar yfirlýsingar sem fylgdu með meðmælunum. Svona orðaflaumur sem merkir ekki neitt. Alveg eins hefði verið hægt að segja menntun er góð, svona eins og mjólk er góð.
Í yfirlýsingunni stóð:
Til þess að íslenskt samfélag haldi áfram að blómstra er nauðsynlegt að menntun verði gert hátt undir höfði. Þar skipta eftirfarandi atriði höfuðmáli: Þetta hefði í raun verið nóg.
Menntamál eru atvinnumál og hærra þekkingarstig skilar miklum arði til samfélagsins í gegnum margvísleg störf sem finna má í öllu atvinnulífinu. Til þess að ná lengra verðum við að fjárfesta meira í menntun. (Hver erum við? Líklega stúdentar þar sem þetta kemur fram í nafni stúdentaráðs. Athyglisverðar fréttir: Stúdentar eru hlynntir skólagjöldum)
Til að hægt sé að nýta þann mikla mannauð sem býr í íslensku þjóðinni verður að tryggja öllum aðgang að góðu háskólanámi sem stenst erlendan samanburð. (tryggja öllum aðgang? En hvað með þá sem ekki geta borgað skólagjöld)
Til að þekkingin blómstri og skili samfélaginu sem mestum arði þarf að búa hátækni- og nýsköpunarfyrirtækjum góð og stöðug starfsskilyrði. ( Minnir mig á Simpson þátt þar sem geimvera dulbúin sem forsetaframbjóðandi gefur út þessa yfirlýsingu : I have no objection of a man walking on the moon. )
Við tökum undir með Kristínu Ingólfsdóttur, rektor HÍ þegar hún segir: Það sem alltaf hefur skilað Íslendingum lengst er að þeir hafa fundið í sér vilja, kraft og getu til að vaxa út úr smæð sinni. Íslendingar hafa náð lengst þegar þeir hafa hugsað stórt og sótt fram í krafti þekkingar. (Orðaflaumur og þjóðernisbull)
Mennt er máttur,
maður er sáttur,
það er leikur að læra,
úti liggur dauð gæra.
Í yfirlýsingunni stóð:
Til þess að íslenskt samfélag haldi áfram að blómstra er nauðsynlegt að menntun verði gert hátt undir höfði. Þar skipta eftirfarandi atriði höfuðmáli: Þetta hefði í raun verið nóg.
Menntamál eru atvinnumál og hærra þekkingarstig skilar miklum arði til samfélagsins í gegnum margvísleg störf sem finna má í öllu atvinnulífinu. Til þess að ná lengra verðum við að fjárfesta meira í menntun. (Hver erum við? Líklega stúdentar þar sem þetta kemur fram í nafni stúdentaráðs. Athyglisverðar fréttir: Stúdentar eru hlynntir skólagjöldum)
Til að hægt sé að nýta þann mikla mannauð sem býr í íslensku þjóðinni verður að tryggja öllum aðgang að góðu háskólanámi sem stenst erlendan samanburð. (tryggja öllum aðgang? En hvað með þá sem ekki geta borgað skólagjöld)
Til að þekkingin blómstri og skili samfélaginu sem mestum arði þarf að búa hátækni- og nýsköpunarfyrirtækjum góð og stöðug starfsskilyrði. ( Minnir mig á Simpson þátt þar sem geimvera dulbúin sem forsetaframbjóðandi gefur út þessa yfirlýsingu : I have no objection of a man walking on the moon. )
Við tökum undir með Kristínu Ingólfsdóttur, rektor HÍ þegar hún segir: Það sem alltaf hefur skilað Íslendingum lengst er að þeir hafa fundið í sér vilja, kraft og getu til að vaxa út úr smæð sinni. Íslendingar hafa náð lengst þegar þeir hafa hugsað stórt og sótt fram í krafti þekkingar. (Orðaflaumur og þjóðernisbull)
Mennt er máttur,
maður er sáttur,
það er leikur að læra,
úti liggur dauð gæra.
5 Comments:
1.Eftirfarandi hlýtur að eiga við um þjóðina, nánar tiltekið ríkið.
,,Til þess að ná lengra verðum við að fjárfesta meira í menntun".
2.Þar með er ekki rétt að setja spurningarmerki við þá sem geta ekki borgað skólagjöld (þar sem ég er 100% vissum að það vildi þessi hópur ekki - þ.e. skólagjöld)
3.Þriðji dálkur kann svo að minna á brot úr Simpson þætti, en þar sem háskólamenn eiga í baráttu við ríkisstjórn sem hyglir stóriðju og rekur hátæknifyrirtæki úr landi (og þar sem Framsóknarráðherrarnir hafa flestir menntaskólapróf) þá verður að slá á hendina og segja ,,ó, ó þetta er heitt og þú meiðir þig ef þú gerir þetta" alveg eins og við lítil börn.
Fjórða atriðið kann að vera orðaflaumur og þjóðremba, en menn bölva nú varla þessum útrásarorðum mitt í öllu góðærinu - sem fæstir reyndar taka sérstaklega mikinn þátt í. Enda væri undarlegt ef að menntafólk ýtti ekki undir menntasamfélag - eða eru álver bara málið? Sennilega, enda ekki nóg að hefta för landbúnaðarafurða frá þriðja heiminum, það þarf líka að sigra hann í úreltri stóriðju atvinnusamkeppni.
Púúú á Framsóknarflokkinn!
Púúú segi ég!
1. Hvernig tekst þér að troða Framsóknarflokknum inn í þetta? (kannski ágætt þar sem ekki þar sem sjaldan er góð vísa of oft kveðin)
2.Þessi yfirlýsing er ekki í nafni þjóðarinnar. Hún er í nafni stúdenta. Auðvitað geri ég mér grein fyrir því að meiningin var ekki sú að styðja upptöku skólagjalda. Hins vegar bendir óvandað orðaval til þess.
3.Álver þurfa líka háskólamenntað fólk.
4.Eiga háskólamenn í baráttu við ríkisstjórn sem hyglir stóriðju en þess í stað rekur hún hátæknifyrirtæki úr landi.. er þetta eitthvað annað hvort eða dæmi? Annað hvort Rússland eða Kalifornía? Stefán Ólafsson vinur þinn, var nú að benda á það að á Íslandi hafi þjónustustörf (menntaðra og ómenntaðra) vaxið langt umfram aðrar starfgreinar eins og t.d. í iðnaði. Vægi hans hefur t.a.m. farið úr 90% í nálægt 50% á Íslandi. Það er skrítið þegar engin fyrirtæki eru eftir í landinu fyrir þetta menntafólk að starfa í.
5. ,,Rekur hátæknifyriræki úr landi" (aldrei heyrt það áður en... kannski að það þurfi að lækka skatta á fyrirtæki, hver veit)
5. Megin punktur þessarar færslu var svona meira að benda á vitleysingslegt orðalag, frekar en að gagnrýna framtakið sem slíkt. Auðvitað ýta menntamenn undir menntasamfélag.
1. Hvernig tekst þér að troða Framsóknarflokknum inn í þetta? (kannski ágætt þar sem ekki þar sem sjaldan er góð vísa of oft kveðin)
2.Þessi yfirlýsing er ekki í nafni þjóðarinnar. Hún er í nafni stúdenta. Auðvitað geri ég mér grein fyrir því að meiningin var ekki sú að styðja upptöku skólagjalda. Hins vegar bendir óvandað orðaval til þess.
3.Álver þurfa líka háskólamenntað fólk.
4.Eiga háskólamenn í baráttu við ríkisstjórn sem hyglir stóriðju en þess í stað rekur hún hátæknifyrirtæki úr landi.. er þetta eitthvað annað hvort eða dæmi? Annað hvort Rússland eða Kalifornía? Stefán Ólafsson vinur þinn, var nú að benda á það að á Íslandi hafi þjónustustörf (menntaðra og ómenntaðra) vaxið langt umfram aðrar starfgreinar eins og t.d. í iðnaði. Vægi hans hefur t.a.m. farið úr 90% í nálægt 50% á Íslandi. Það er skrítið þegar engin fyrirtæki eru eftir í landinu fyrir þetta menntafólk að starfa í.
5. ,,Rekur hátæknifyriræki úr landi" (aldrei heyrt það áður en... kannski að það þurfi að lækka skatta á fyrirtæki, hver veit)
5. Megin punktur þessarar færslu var svona meira að benda á vitleysingslegt orðalag, frekar en að gagnrýna framtakið sem slíkt. Auðvitað ýta menntamenn undir menntasamfélag.
Ég skil ekkert hvers vegna þetta comment frá mér birtist þar sem tölvan á bókhlöðunni fraus og því síður hvernig þetta birtist tvisvar.
Nei þetta er ekki spurning um eitt frekar en annað, við eigum bara að hafa meiri metnað sem þjóð en að fara að byggja upp sovéskan iðnað á 21.öldinni og leggja fremur áherslu á hátæknifyrirtæki, hugvit og vera leiðandi þjóð varðandi menntasamfélag og umhverfisvernd, í staðinn ætlar þessi ríkisstjórn að fara fram úr þeim markmiðum sem sett voru í Kyoto bókuninni, sem hefði þótt hlægilegt fyrir 10 árum síðan.
En það er auðvitað ekki spurt að orsökum og afleiðingu hér, frekar en í hvalveiðum - bara demba þessu öllu í gegn áður en nokkur maður getur sagt neitt.
Kola og kjarnorkufyrirtæki þurfa líka háskólamenntað fólk, já og íslenskur her:)
Skrifa ummæli
<< Home