miðvikudagur, nóvember 08, 2006

Af fordómum







(Jón Magnússon bjargvættur
íslenskrar (ó)siðmenningar)

Í Blaðinu í fyrradag skrifar Jón Magnússon pistil undir yfirskriftinni ,,Pólitískt rétt". þar gagnrýnir hann þá sýn fjölmiðla að stefna frjálslyndra einkennist af fordómum. Hann segir m.a. ,,dómur byggður á rökum eða staðreyndum er ekki fordómur". Þar er ég sammála honum.

En grípum niður í viðtal við hann í Silfri Egils....

Egill: Eru þeir (múslimar) þá að þínu mati ógnun við samfélagið?

Jón: "Þá bara spyr ég þig á móti. Þegar danskur pylsusali er barinn til óbóta af Sonum Allah, vegna þess að hann selur pylsur þar sem er svínakjöt, hvers konar þjóðfélag er þá komið og er þetta hópur sem við sækjumst eftir ? Yrðum við ánægð með það ef Bæjarins bestu væru lögð í rúst af því að þar eru seldar pylsur með einhverjum efnum sem synir Allah sætta sig ekki við."

Þetta eru s.s. ekki fordómar. Það er athyglisvert.

Þessu má líkja við útlendan mann sem segir: Ég vil ekki fá inn í mitt land nokkurn mann frá Íslandi. Þeim finnst ekkert skemmtilegra en að myrða saklausa borgara í Írak og drepa alla hvali sem fyrirfinnast á jarðkringlunni á meðan þeir borða súrsaða hrútspunga og hlusta á FM 957.

Engir fordómar þar á ferð... eða hvað?

3 Comments:

Anonymous Nafnlaus said...

Shut up baby....!!!

12:36 e.h.  
Blogger Sólskinsfífl nútímans said...

Þessi maður er náttúrulega yfirmáta heimskur og skoðanir hans fáránlegar, sérstaklega í ljósi þess að hann stundar ljósbekkina svo mikið að hann lítur út fyrir að vera indverskur raftækjasölumaður.

12:22 f.h.  
Anonymous Nafnlaus said...

Nei nei Bjarni minn, þetta eru fordómar...

Hann lítur miklu meira út fyrir að vera indverskur fílatemjari.

2:43 f.h.  

Skrifa ummæli

<< Home