laugardagur, nóvember 04, 2006

Ójafnrétti

Talsmenn glímusambandsins voru æfir þegar fréttist af því hversu há laun landsliðsmenn íslenska karlalandsliðsins í knattspyrnu fá fyrir þátttöku sína í leikjum þess. Haft var eftir Jóni Birgi Valssyni formanni glímusambandsins að ,,það sé fáránlegt að strákarnir okkar fái ekki jafn há laun og knattspyrnumennirnir þegar þeir hafa sýnt jafn góðan árangur og raun ber vitni á alþjóðlegum mótum."

Hér er Jón að vitna í alþjóðlegt mót sem haldið var á landinu nú fyrir skömmu þar sem Íslendingarnir hreinlega völtuðu yfir andstæðinga sína frá Svíþjóð, Belgíu og Hollandi svo dæmi megi nefna. Með mótinu fylgdust vel á tylft manna og er það til marks um þann uppgang sem er í íþróttinni.

,,Þetta staðfestir grun okkar sem lengi hefur verið uppi um það ójafnrétti sem er á milli íþrótta á Íslandi."

Að auki bætti Jón því við að farið verður í kröfugöngu þann 19. júní á næsta ári til þess að undirstrika fáránleika ójanréttis í íþróttum á Íslandi. Þar munu koma saman landsliðsmenn úr fjölmörgum íþróttum eins og Judó, Paint ball og keilu auk kvennalandsliðsins í knattspyrnu. En Aðspurður út í málið sagðist Jörundur Áki Sveinsson þjálfari kvennalandsliðsins þegar vera byrjaður að hanna skilti fyrir kröfugönguna á næsta ári.

,,Jú, það er rétt, á því stendur : Sömu laun fyrir sömu vinnu og Eyjólfur".

2 Comments:

Anonymous Nafnlaus said...

hlæj..!!!

8:43 f.h.  
Blogger Sólskinsfífl nútímans said...

mjehehehehe!!!

6:02 e.h.  

Skrifa ummæli

<< Home