,,Ég er nú meiri karlinn"
Ég fór á herrakvöld Fram í kvöld. Minnti mig svolítíð á það þegar ég var að horfa á Skaupið þegar ég var lítill. Ég hló bara þegar hinir hlógu, en samt voða lítið.
Í andlegri fjarvist minni varð mér þó hugsað til húmors og hvað það er mönnum mikilvægt að hafa húmorinn innan ákveðinna marka. Þarna voru t.a.m. komnir saman margir karlmenn sem settu sig í hlátursstellingar.
Hlátursgretturnar voru komnar á andlit manna áður en kom að punch læninu og síðan braust hláturinn fram eins og stífla sem brestur. Auðvitað var humorinn á kostnað kvenna. Ef Bríeturnar hefðu verið á svæðinu hefðu þær líklega snúið höfðinu í hring, froðufellt og labbað afturábak í köngurlóastellingu.
En svona er þetta bara og þegar öllu er á botninn hvolft náðist takmark kvöldsins sem var að skemmta miðaldra karlmönnum í svörtum og gráum jakkafötum og þá meina ég einungis í svörtum og gráum jakkafötum.
Í andlegri fjarvist minni varð mér þó hugsað til húmors og hvað það er mönnum mikilvægt að hafa húmorinn innan ákveðinna marka. Þarna voru t.a.m. komnir saman margir karlmenn sem settu sig í hlátursstellingar.
Hlátursgretturnar voru komnar á andlit manna áður en kom að punch læninu og síðan braust hláturinn fram eins og stífla sem brestur. Auðvitað var humorinn á kostnað kvenna. Ef Bríeturnar hefðu verið á svæðinu hefðu þær líklega snúið höfðinu í hring, froðufellt og labbað afturábak í köngurlóastellingu.
En svona er þetta bara og þegar öllu er á botninn hvolft náðist takmark kvöldsins sem var að skemmta miðaldra karlmönnum í svörtum og gráum jakkafötum og þá meina ég einungis í svörtum og gráum jakkafötum.
0 Comments:
Skrifa ummæli
<< Home