Verði þér að góðu jólasveinn
Það var Aðfangadagur og Siggi litli var orðinn rosalega spenntur og gat hreinlega ekki beðið eftir því að jólin byrjuðu. Á meðan Siggi beið í eirðarleysi var mamma hans fram í eldhúsi, þegar byrjuð að elda jólasteikina. Siggi fór inn í eldhús og spurði mömmu sína hvort að hún ætti eitthvað að gera handa honum. En mamma hans sagði við hann að hann væri allt of lítill til þess að geta hjálpað til. Siggi fór þá til pabba síns sem var að gefa svínunum. ,,Pabbi" sagði siggi litli ,, má ég hjálpa þér að gefa svínunum" en pabbi Sigga litla sagði að hann væri hreinlega allt of lítill. Þá fór Siggi litli til systur sinnar sem var að mjólka ána sína í ofurlitla fötu. Siggi spurði systur sína hvort að hann mætti hjálpa henni, en hún sagði að hann væri of lítill til þess að geta hjálpað sér. Siggi litli var orðinn mjög leiður og hugsaði með sjálfum sér ,,ég skal sko sína þeim að ég er ekkert lítill". Siggi Litli tók sig til Þeystist á bak á svíninu Þorgrími og saman héldu þeir upp í ævintýaraferð.
Sigga til nokkurrar undrunar þá reyndist Þorgrímur altalandi á mannamáli auk þess sem hann talaði rússnesku, jiddísku og Tröllamál. Siggi og Þorgrímur ferðuðust langan veg og stoppuðu ekki fyrr það var byrjað að rökkva. Siggi tók eftir því að allt í kringum þá voru háir klettar og hvergi virtist vera leið út úr þessum dal sem þeir voru komnir í. ,,hér hvílum við okkur" sagði Þorgrímur í valdsmannslegum tón. Siggi hafði tekið eftir því að Þorgrímur taldi sig vera foringja í leiðangrinum og satt best að segja fór það í taugarnar á honum. ,,Hver skipaði þig einhvern foringja" sagði Siggi ,,hvað er að þér" sagði Þorgrímur á einstaklega hrokafullan hátt um leið og hann brosti kaldhæðnislega. Við þetta fauk í Sigga sem tók upp stærtsta stein sem hann sá og lét hann falla ofan á höfuð Þorgríms sem vissi aldrei hvað það var sem lenti á honum, höfuðkúpan gaf sig og út vætlaði maukað blóð. ,,Hver talar jiddísku núna!!!" öskraði Siggi svo hátt að fjöllin í kring nötruðu vegna kröftugra hljóðbylgna sem komu úr raddböndum Sigga litla.
Siggi litli fann að hann var orðinn svangur og nú kom það sér vel að hafa verið í skátunum, því hann kunni að kveikja eld með því að núa saman tveimur spítum. Eftir að hann hafði kveikt eld stakk Siggi Litli teini í gegnum svínið Þorgrím og byrjaði að grilla hann. Siggi litli var orðinn nokkuð hræddur því hann var kominn svo langt að hann rataði ekki aftur heim og nú var líka byrjað að snjóa. Þegar Siggi hafði grillað Þorgrím í góðan tíma og maturinn var alveg að verða tilbúinn, heyrði Siggi skyndilega hljóð. Þetta hljóð var ekki ósvipað garnagauli, bara miklu miklu hærra og hljóðið nálgaðist. Garnagaulið var nú ekki meira en tíu metra frá Sigga en hann gat samt ekki séð hver, eða hvað þetta var, því það var svo dimmt. Siggi sá dökka mikla veru nálgast birtuna. Fyrst gat hann bara séð svört stígvél en svo sá hann að veran var klædd í rauðan búning. Viti menn þetta var sjálfur jólasveinninn. ,,Jólasveinninn" hrópaði Siggi litli í hrifningu. ,,Hó hó hó" kallaði jólasveinnin af veikum mætti. ,,Er eitthvað að jólasveinn"? spurði Siggi litli. Já, sagði jólasveinnin ég gleymdi að taka með mér nesti í sjálfan jólaleiðangurinn. Ekkert mál sagði Siggi ,, ég er akkúrat að grilla Þorgrím." ,,grilla Þorgrím"? muldraði jólasveinnin í undrun sinni en skeytti ekki meira um það því hann var orðinn svo svangur. Siggi og Jólasveinninn átu svínið og drukku rauðvín sem jólasveinnin hafði ætlað að gefa manni sem hafði dáið fyrr um kvöldið og hafði því ekki not fyrir það lengur.
Þegar þeir voru báðir orðnir mettir bauð jólasveinninn Sigga litla far heim sem hann þáði. Þegar heim í hlað var komið sagði jólasveinninn kankvís ,,þakka þér fyrir allt saman" og Siggi svaraði um hæl ,,verði þér að góðu jólasveinn, verði þér að góðu". Síðan flaug jóasveinnin út í nóttina saddur og glaður. Eftir þetta kölluðu allir Sigga litla, Sigurð eða herra Sigurð og Siggi litli fékk alltaf nóg að gera á jólunum.
(þessi saga er af fyrra blogginu mínu sem lifði afar stutt. En þess má geta að þetta var jafnframt fyrsta blogg mitt og gert einn daginn á milli viðskiptavina í gjaldkerastarfi við KB banka sem ég vann í eitt sumar).
Sigga til nokkurrar undrunar þá reyndist Þorgrímur altalandi á mannamáli auk þess sem hann talaði rússnesku, jiddísku og Tröllamál. Siggi og Þorgrímur ferðuðust langan veg og stoppuðu ekki fyrr það var byrjað að rökkva. Siggi tók eftir því að allt í kringum þá voru háir klettar og hvergi virtist vera leið út úr þessum dal sem þeir voru komnir í. ,,hér hvílum við okkur" sagði Þorgrímur í valdsmannslegum tón. Siggi hafði tekið eftir því að Þorgrímur taldi sig vera foringja í leiðangrinum og satt best að segja fór það í taugarnar á honum. ,,Hver skipaði þig einhvern foringja" sagði Siggi ,,hvað er að þér" sagði Þorgrímur á einstaklega hrokafullan hátt um leið og hann brosti kaldhæðnislega. Við þetta fauk í Sigga sem tók upp stærtsta stein sem hann sá og lét hann falla ofan á höfuð Þorgríms sem vissi aldrei hvað það var sem lenti á honum, höfuðkúpan gaf sig og út vætlaði maukað blóð. ,,Hver talar jiddísku núna!!!" öskraði Siggi svo hátt að fjöllin í kring nötruðu vegna kröftugra hljóðbylgna sem komu úr raddböndum Sigga litla.
Siggi litli fann að hann var orðinn svangur og nú kom það sér vel að hafa verið í skátunum, því hann kunni að kveikja eld með því að núa saman tveimur spítum. Eftir að hann hafði kveikt eld stakk Siggi Litli teini í gegnum svínið Þorgrím og byrjaði að grilla hann. Siggi litli var orðinn nokkuð hræddur því hann var kominn svo langt að hann rataði ekki aftur heim og nú var líka byrjað að snjóa. Þegar Siggi hafði grillað Þorgrím í góðan tíma og maturinn var alveg að verða tilbúinn, heyrði Siggi skyndilega hljóð. Þetta hljóð var ekki ósvipað garnagauli, bara miklu miklu hærra og hljóðið nálgaðist. Garnagaulið var nú ekki meira en tíu metra frá Sigga en hann gat samt ekki séð hver, eða hvað þetta var, því það var svo dimmt. Siggi sá dökka mikla veru nálgast birtuna. Fyrst gat hann bara séð svört stígvél en svo sá hann að veran var klædd í rauðan búning. Viti menn þetta var sjálfur jólasveinninn. ,,Jólasveinninn" hrópaði Siggi litli í hrifningu. ,,Hó hó hó" kallaði jólasveinnin af veikum mætti. ,,Er eitthvað að jólasveinn"? spurði Siggi litli. Já, sagði jólasveinnin ég gleymdi að taka með mér nesti í sjálfan jólaleiðangurinn. Ekkert mál sagði Siggi ,, ég er akkúrat að grilla Þorgrím." ,,grilla Þorgrím"? muldraði jólasveinnin í undrun sinni en skeytti ekki meira um það því hann var orðinn svo svangur. Siggi og Jólasveinninn átu svínið og drukku rauðvín sem jólasveinnin hafði ætlað að gefa manni sem hafði dáið fyrr um kvöldið og hafði því ekki not fyrir það lengur.
Þegar þeir voru báðir orðnir mettir bauð jólasveinninn Sigga litla far heim sem hann þáði. Þegar heim í hlað var komið sagði jólasveinninn kankvís ,,þakka þér fyrir allt saman" og Siggi svaraði um hæl ,,verði þér að góðu jólasveinn, verði þér að góðu". Síðan flaug jóasveinnin út í nóttina saddur og glaður. Eftir þetta kölluðu allir Sigga litla, Sigurð eða herra Sigurð og Siggi litli fékk alltaf nóg að gera á jólunum.
(þessi saga er af fyrra blogginu mínu sem lifði afar stutt. En þess má geta að þetta var jafnframt fyrsta blogg mitt og gert einn daginn á milli viðskiptavina í gjaldkerastarfi við KB banka sem ég vann í eitt sumar).
4 Comments:
Þetta er ekki bara saga, þetta er boðsaga. Ég get ekki beðið eftir að eignast börn og fleiri börn til að segja þeim frá ævintýrum svínsins Þorgríms.
Ætli útsendarar Disney skilji íslensku? Skiptir ekki máli, það eru góðar líkur að eftir 3-4 ævintýri í viðbót verðir þú talinn Arnaldur barnabókmenntanna.
Ásamt því að vera afbragðs rithöfundur þá er Viðar einnig mikill sælkeri. Ef það hefði ekki verið fyrir þig, Viðar, þá hefði ég aldrei kynnst brauði með bökuðum baunum og osti. Takk fyrir mig!!
Verði þér að góðu jólasveinn, verði þér að góðu.
Skrifa ummæli
<< Home