mánudagur, febrúar 26, 2007

Útskrift og fyrirlestur á Laugavatni

Ég þakka öllum sem mættu í útskriftaveislu mína fyrir komuna og er ég afar hress með að fólk hafi yfir höfuð mætt, með sitt höfuð, inn á heimili föður míns. Fyrir þá sem segja að þeim hafi leiðst segi ég: ,, ég vísa því til föðurhúsanna". Faðir minn sýndi mikla hæfni í þjónahlutverki og móðir mín og Ragna sýndu mikla hæfni í skipulagningu og veislustjórn og kann ég þeim bestu þakkir fyrir. Auk þess langar mig að þakka fyrir gjafir og sýndan hlýhug.

Um leið og ég læri að setja myndir inn á tölvu, mun ég setja myndir úr veislunni hér inn.

Útskriftin var svo sem ágæt líka. Það kann að hljóma undarlega, en það sem ég var að hugsa þegar ég fékk prófskírteinið og tók í hönd Ólafs Þ. Harðarsonar prófessors og Kristínar Ingólfsdóttur rektors, var eitthvað á þessa leið, ,,ég vona að enginn hafi verið að klóra sér í pungnum áður en hann tók í höndina á þeim". Enda voru u.þ.b. 290 manns búnir að taka í höndina á Kristínu og að auki svona 40 í höndina á Ólafi áður en kom að mér. Að sjálfsögðu er ólíklegt að kvenkyns útskriftanemar hafi tekið þátt í slíkum athöfnum. Kannski þær hafi verið að klóra sér í einhverju öðru, hvað veit ég?

Að öðru. Í vikunni hélt ég tvo 80 mínútna fyrirlestra fyrir menntaskólakrakka sem Skúli vinur, kennir á Laugavatni. Umfjöllunarefnið var kapítalismi og frjálshyggja. Það gekk ágætlega fyrir utan nett svitakast sem kom í seinni fyrirlestrinum. Held samt að enginn hafi tekið eftir því. Gaman var að sjá að sumir krakkanna töldu sig mikla frjálshyggjumenn og aðrir töldu sig harða vinstri menn, án þess að vita af hverju þeir voru það. Maður sá þó að þeir höfðu áhuga og spurðu mikið í umræðum í lok fyrirlestranna. Þar með er markmiðinu náð.

11 Comments:

Anonymous Nafnlaus said...

Ég vil þakka fyrir mig, skemmtum við okkur konunglega. Eins verð ég að hrósa smiðnum föður þínum fyrir glæsilega frammistöðu á sínu heimili og það þarf auðvitað ekki að taka það fram að móðir þín sinnti gestgjafarhlutverkinu óaðfinnanlega.
Sjáumst sem fyrst!
Kv.Bjarni

5:14 e.h.  
Blogger Linda said...

Takk fyrir mig sömuleiðis, ég tók nokkrar myndir af útskriftarbarninu og smelli þeim inn á mína síðu. Þú ert auðvitað eins og fífl á flestum þeirra enda ekki keðjufífl fyrir ekki neitt;)

6:18 e.h.  
Anonymous Nafnlaus said...

Sæll Viðar, rambaði inn á þessa síðu af einskærri tilviljun. Gaman að fá fréttir af þér. Til hamingju með útskriftina. Efast ekki um að Helga Ívars hafi staðið sig í gestgjafahlutverkinu.

Kveðja
Steini Vesturbergi 50

10:11 e.h.  
Anonymous Nafnlaus said...

Hamingjuóskir með útskriftina. Aldrei hefði ég trúað því að þú myndir klára háskólanámi.

Kveðja
Hagnaðurinn Brekkuseli 17

11:28 e.h.  
Anonymous Nafnlaus said...

Bjarni, sjáumst endilega sem fyrst.

Linda, ef hann lítur út eins og fífl lætur eins og fífl, þá er hann ....

Steini, gaman að heyra í þér. Hvað er að frétta af þér?

Hagnaður, segjum tveir. En trúðu mér, mannauðurinn í þjóðfélaginu hefur aukist gríðarleaga fyrir vikið.

11:58 e.h.  
Anonymous Nafnlaus said...

Fínt að frétta af mér, ertu ekki með msn? Hvað er addressan?

Kveðja
Steini

2:01 e.h.  
Anonymous Nafnlaus said...

takk fyrir síðast! þetta var mjög gleðilegt kvöld.
vona að hannes sómi sér vel í rammanum.. ég var að velta því fyrir mér að gefa þér einnig mynd af mér sem verður við hliðina á hannesi á veggnum..
en við ræðum þetta bara betur seinna.

3:43 e.h.  
Anonymous Nafnlaus said...

Eftir þónokkur rauðvínsglös í dágóðri útskriftarveislu þinni, þá settist ég niður og fór að reikna eins og maður gerir stundum og hugsaði:

Já það getur verið merkilegt að sjá hvaða áhrif það hefur á krakka, þegar þeim er bent á það með fræðilegum hætti, hvaða öfl eru að verki í þeim hversdagslega.

Ég þakka fyrir, bon cher ræræræræ!

AFO

6:42 e.h.  
Anonymous Nafnlaus said...

Steini: vidargud@hotmail.com

Arna: Þú myndir sóma þér vel við hlið Megasar og Nesa Giss.

Andri: Spurning um nýjan málshátt, þar sem þeir eru í eðli sínu algildir og óaðfinnanlegir. (svolítið svona eins og þýska hönninin á jakkafötunum sem ég keypti ekki.)

,,Fræðin skilgreinir manninn".

mersí.

8:18 e.h.  
Anonymous Nafnlaus said...

Til hamingju með áfangann frá fjölskyldunni vættaborgum 1.
Alltaf gott að þekkja múrara, aldrei að vita nema við rídúum baðherbergið

9:46 e.h.  
Anonymous Nafnlaus said...

[url=http://www.playatonlinecasinos.com/]online casinos[/url] [url=http://www.casinovisa.com/deposit-casinos/]free casino[/url] , [url=http://www.concordiaresearch.com/games/slots/index.html]video poker[/url] , [url=http://www.realcazinoz.com/slovak]bingo[/url] , [url=http://www.avi.vg/category.php?a=sex4sexx&cid=44]mastubators[/url]

7:29 e.h.  

Skrifa ummæli

<< Home