þriðjudagur, október 28, 2008

Bakhluti Biel vekur athygli


Af augljósum ástæðum er dv.is í miklu uppáhaldi hjá mér. Blaðið hefur farið mikinn í kreppunni og staðið sig ágætlega skúbblega séð.

Hjá vefmiðlinum má finna nokkrar greinar sem fjalla um kreppuna á ákveðinn hátt og óhætt að segja að nokkrir aðalleikararnir í gjaldþroti þjóðarinnar fái á baukinn hjá blaðamönnum DV.

Ekki verður þó komist hjá því að taka eftir því að tvær vinsælustu fréttirnar á vef DV í kvöld eru um játningar Handrukkara-Annþórs og afturendann á Jessicu Biel.
Aðrar frengir vekja minni athygli lesenda netsíðunnar.

Því spyr maður sig hvort stjórnendum blaðsins hafi mistekist að endurheimta þann trúverðugleika sem lagt var upp með að endurheimta í upphafi?

3 Comments:

Anonymous Nafnlaus said...

mér finnst ekkert athugavert við bakhluta Biel.

5:00 e.h.  
Anonymous Nafnlaus said...

Ég trúi því nú bara ekki að þetta sé miss Biel. Ég tel mig þekkja hennar bakhluta og hann er allt öðru vísi, meira svona eins og fressköttur frekar en hitt!!!
Billy the Laufey

10:52 f.h.  
Anonymous Nafnlaus said...

Er einhver búinn að klikka á þar sem stendur "afturendann" í textanum?

12:56 f.h.  

Skrifa ummæli

<< Home