Pæling
Af hverju er sá fídus á sumum bílum, að hægt er að gleyma ljósunum á honum.
Ekki það að ég hafi verið að gleyma ljósunum á bílnum mínum nýlega. En í gegnum tíðina hef ég oft gleymt að slökkva ljósin á þeim bílum sem ég hef verið á. Í kjölfarið verða þeir svo rafmagnslausir og ég á sennilega Evrópumet í startkaplanotkun. Það er hins vegar annað mál.
Því spyr maður sig. Hvaða mögulega notagildi getur maður haft af því að hafa ljósin kveikt án þess að bíllinn sé í gangi?
1 Comments:
Þetta er ein af þeim myndum sem ég kýs að kalla Vidda-mynd, þ.e.a.s aðeins þú finnur.
Skrifa ummæli
<< Home