Tveggja manna tal um stöðu Íslendinga
Ég og Skúli vinur vorum fyrir nokkrum dögum að að tala saman um stöðu Íslendinga og utanríkismál. Við vorum sammála um að Bretar hefðu komið illa fram við litlu lömbin í þessu landi.
Í kjölfarið fórum við að ræða hvað Íslendingar þyrftu að gera til þess að lágmarka skaða þjóðarinnar. Eftirfarandi grein er um pælingar okkar.
Hún er í anda fínnar greinar Eiríks Bergmanns Einarssonar stjórnmálaprófessors í The Guardian þar sem hann kom sjónarmiðum Íslendinga á framfæri.
Ég ætlaði nú bara að hafa fyrir mig en what ðe hey. Hér kemur hún en þess má geta að hún er meira í samræðuformi við sjálfan mig.
Það er gríðarlega mikilvægt PR-lega séð fyrir Íslendinga að hamra járnið á meðan heitt er.
Með réttum málflutningi geta íslendingar spilað sig í alþjóða samfélaginu (réttilega að vísu) sem fórnarlömb stóra ljóta stráksins á leikvellinum.
Grein Eiríkst er vel skrifuð ætti aðeins að vera forsmekkurinn af því sem koma skal.
Hvarvetna, á Norðurlöndum sem og annars staðar í heiminum, eru sóknarfæri fyrir okkur Íslendinga að koma þessum punkti á framfæri. Bretar spörkuðu í litla liggjandi þjóð þegar hún mátti sem minnst við því.
Að vísu eru líkur á því að tíminn leiði það í ljós, bæði í efnahagslegu sem lagalegu tilliti, að þetta mun reynast feigðarflan fyrir Brown forsætisráðherra Breta.
Kaupþing fór á hausinn í kjölfar þess að eigur bankans voru frystar, þetta er óvéfengjanleg staðreynd í sögulegum skilningi. Með öðrum orðum það virðast flestir vera sammála um það.
Ef Íslendingar fara að fordæmi Eiríks Bergmann Einarssonar stjórnamálafræðings og útskýra hvarvetna hvers vegna Íslendingar voru fórnarlömb, kann það að hafa gríðarlega jákvæð áhrif á þá uppbyggingu sem er í vændum.
Tími er peningar stóð einhvers staðar og því fyrr sem hægt er að útrýma allri tortryggni í garð Íslendinga erlendis, því betra. Ef við náum með einhverjum hætti að lágmarka ímyndarskaðann sem þjóðin hefur orðið fyrir kann það að hafa þau áhrif að sá tími sem það tekur íslenska viðskiptamenn að fá traust á alþjóðlegum mörkuðum, styttist.
Gríðarlega mikilvægt er að átta sig á því að á sama tíma og við skoðum hvað fór úrskeiðis, getum við sótt upp kantinn, gefið hættulega sendingu fyrir markið, og skorað með lúmskri hælspyrnu úr þröngri stöðu.
Með samræmdum aðgerðum kann sá tími sem það tekur að endurvekja traust á íslensku atvinnulífi að minnka töluvert. Nú ríður á að bregðast hratt við svo hægt sé að ná hámarks árangri í viðleitni okkar Íslendinga að bæta okkur skaðann á orðsporinu.
Ef einhvern tímann hefur verið réttlætanlegt að halda úti fjárfrekum sendiráðum hlýtur tími þeirra að koma fram nú sem aldrei fyrr, sinni skyldu sinnin, verði hávær og kynni fyrir alþjóða samfélaginu hvernig á Íslendingum var brotið þegar stór lýðræðisþjóð notaðist við hentisemis-hryðjuverkalög til þess knésetja aðra smáa.
Hvert eigum við að beina málflutningi okkar? Bandaríkin yfirgáfu okkur. Fyrir vikið er staða þjóðarinnar veikari og engum dylst að Bretar hefðu ekki komið fram með þessum hætti ef við hefðum stóra bróðir með á leikvellinum.
En öllum aðstöðum fylgja tækifæri. Íslendingar þurfa ekki lengur að óttast eða hugsa um, hvað Bandaríkjamönnum finnst um aðgerðir okkar. Íslendingum eru því í vissum skilningi ,,frjálsari” en áður þegar kemur að utanríkismálum. Við höfum nær engu að tapa.
Helstu hagsmunir okkar nú liggja í því að bjarga hjólum atvinnulífsins. Því er mikilvægt að koma boðskapunum á framfæri í ríkjum Evrópu, ekki endilega þessum stóru, ekki síður í öðrum smáríkjum þar sem íslendingar geta bent, svart á hvítu, hvernig komið er fram við smáþjóðir þegar í harðbakkann slær.
Hneykslan á framferði Breta í alþjóða samfélaginu gæti hjálpað Íslendingum. Reiði okkar er réttlát. Augu alheimsins eru á Íslandi. Nýtum okkur það. Nýta má þann byr sem Brown hefur veitt í segl vindlausra Íslendinga. Okkur veitir ekki af allri þeirri samúð sem við getum fengið.
Allt er undir, Ísland gæti orðið gjaldþrota.
4 Comments:
Gaman að heyra frá þér á nýjan leik Keðja.
Ég legg til að þú takir að þér það verkefni að ferðast á milli Evrópulanda og predikir þennan boðskap sem þú boðar hér. Ég er meira en til í að koma með þér í það verkefni. Það er líklega skemmtilegra en að vinna í banka þessa dagana.
Tek undir með Buffinu, gaman að sjá þig á nýjan leik á ritvellinum.
Það verður gaman að sjá hver útkoman í þessu máli verður.
segi það sama og mennirnir að ofan.. hressandi líka að sjá svona flott viðtal við þig!
og hvað er málið með þessa gaura sem kommenta í færslunni á undan??
sjáumst svo á laugard.
kv. arna
Þakka aðdáendum mínum hlýjan hug.
Annars er þetta með commentin sjúkur brandari hjá einhverjum netníðingi.
Skrifa ummæli
<< Home