Ég tek slátur
Árið er 2008. Staðurinn er Ísland. Húsnæðis- og bílalán hækka, gjaldþrot blasa við og atvinnuleysið vofir yfir vötnum. Kreppan er mætt eins og löggan sem rekur alla úr geggjuðu partýi. Fyrir skömmu jafn fjarlæg og svarti dauði en nú grimmur raunveruleiki sem horfast verður í augu við. Örvinglað reitir fólk hár sitt og spyr: Hvað á ég til brags að taka? Og ekki stendur á svari....... ég tek slátur.
Í kvöld var mér boðið í slátur til Möggu frænku. Það var ágætt þar sem ég hef ekki smakkað það í svona fimm ár. Þetta væri ekki í frásögur færandi nema fyrir þær sakir að búið er að bjóða mér í slátur bæði á laugardag og sunnudag líka. Þetta húsráð hlýtur að koma fram í handbókinni Aðgerðaráætlun í kreppu. Ég hef að vísu ekki komist yfir þessa bók en geri ráð fyrir því að þetta standi á blaðsíðu eitt.
3 Comments:
Hey gaman að sjá þig aftur blogga Viddi keðja - þú ert líka svo skemmtilegur penni enda blaðamaður, hvernig læt ég! Þú lætur svo bara vita þegar þú vilt detta í rjómaostinn, m&m, freyjukaramellur og þannig shit...
Takk fyrir það.
Ekki amalegt að vita af slíkum veislum á Laugarnesveginum.
Heyrst hefur að þetta sé svona hjá ykkur hjúunum á hverju kvöldi.
nje..við reynum svona að stíla þetta inn á þínar heimsóknir;)
Skrifa ummæli
<< Home