þriðjudagur, mars 06, 2007

An inconvenient truth

Horfði á an inconvenient truth í gær. Mjög fín heimildamynd sem sýnir fram á það hvernig við, mannfólkið, mengum sífellt meira vegna aukinnar fólksfjölgunnar og sinnuleysis gagnvart umhverfinu.

Það veldur hlýnun jarðar, sem er slæmt. Á endanum mun hún leiða til gríðarlegra breytinga á vistkerfinu og stórir hlutar jarðar verða óbyggilegir vegna ísaldar.

Hún er í nokkurs konar fyrirlestrarformi og kemur inn á það hvernig vísindamenn eru nær einróma um að hættan sé raunveruleg. Gore sjálfur segir raunar að við munum sjá afleiðingar strax á okkar líftíma, eftir 50 ár.

Málflutiningurinn er sannfærandi og laus við að maður hafi á tilfinningunni að hér sé um að ræða innihaldslausar staðreyndir byggðar á fölskum upplýsingum, þó maður viti það náttúrlega aldrei nema að kafa ofan í rannsóknir.

Því nenni ég hins vegar ekki. Frekar fer ég í bíó.

1 Comments:

Anonymous Nafnlaus said...

Hér myndi ég setja langt comment ef að ég hefði til þess tíma.
Kv.Bjarni

11:31 e.h.  

Skrifa ummæli

<< Home