þriðjudagur, desember 02, 2008

Keðjan kennir öðrum


Gaman að segja frá því að ég er kominn inn í kennsluréttindanám og mun hefja það í upphafi næsta árs.

Nú er bara að finna sér brúnar flauelisbuxur og jakka með leðurbótum og þá er maður tilbúinn í hlutverkið.

Ég sé fyrir mér að eftirfarandi frasar verði mikið notaðir.

,,Krakkar, ekki vera með þessi læti."
,,Eitt orð í viðbót frá þér ungi maður og þá geturðu hundskast út"
,,Carpé diem"

5 Comments:

Blogger Linda said...

Velkominn í stéttina - þetta er góð stétt á tímum sem þessum;)

9:55 e.h.  
Anonymous Nafnlaus said...

Takk, já þetta er góð stétt á þessum sem öðrum tímum.

Hlakka til að fara í verkfall(:

Við verðum bráðum að halda kennarafund þar sem við fussum og sveium yfir ungmennum þessa lands.

10:15 f.h.  
Anonymous Nafnlaus said...

áttu ekki svona kennaralegan jakka? mig minnir alveg endilega að ég hafi e-n tímann séð þig í brúnum ullarjakka sem bætur færu afskaplega vel á :)

10:01 e.h.  
Anonymous Nafnlaus said...

Það er vissulega rétt. Ég á svona jakka sem maður þarf að fara að grafa upp - og sauma á leðurbætur.

3:36 e.h.  
Blogger Tumi said...

Mikið held ég að Keðjan myndi taka sig vel út í flauelsbuxum, ullarpeysu og með krít í hönd.

5:35 e.h.  

Skrifa ummæli

<< Home