sunnudagur, desember 21, 2008

Working class hero is something to be


Eftir að ég týndi kvittununum klíndi ég bleki í andlitið á mér af ónýtum penna um leið og ég ráðlagði viðskiptavinum hvaða bækur þeir ættu að kaupa.

þriðjudagur, desember 16, 2008

Lífið er saltfiskur


Keðjan starfar nú hjá bókaforlaginu Bjarti. Starfið felst í því að viðhalda framboði bóka frá forlaginu í verslunum Bónus. Sex verlslanir eru á minni ábyrgð og þar af er ein aðal, í Smáratorgi. Ég hjálpa fólki að kaupa "réttu" bækurnar og er ég orðinn sérfræðingur í því að áætla hvað fólk les eftir því hvaða aldurhópi það tilheyrir.

Dæmi:
Karlmaður 45 ára - Myrká e. Arnald I
Kona 45 ára - Auðnin .e Yrsu Sig.

Þetta er ekki flókið.

föstudagur, desember 12, 2008

Daði orðinn mamma

Mér er það sönn ánægja að tilkynna umheiminum að Daði Guðmundsson hefur getið af sér afkomanda, stúlkubarn, fríðara en fjallgarður í norðri.


Ég held ég tali fyrir munn allra sem Daða þekkja þegar ég segi að hann eigi eftir að verða fyrirtaks mamma.

þriðjudagur, desember 02, 2008

Keðjan kennir öðrum


Gaman að segja frá því að ég er kominn inn í kennsluréttindanám og mun hefja það í upphafi næsta árs.

Nú er bara að finna sér brúnar flauelisbuxur og jakka með leðurbótum og þá er maður tilbúinn í hlutverkið.

Ég sé fyrir mér að eftirfarandi frasar verði mikið notaðir.

,,Krakkar, ekki vera með þessi læti."
,,Eitt orð í viðbót frá þér ungi maður og þá geturðu hundskast út"
,,Carpé diem"