miðvikudagur, janúar 31, 2007

8. besta handboltaþjóð í heimi

Eftir tap í leik á móti Spánverjum á morgun, er ljóst að 5 töp í 8 leikjum munu skila Íslendingum í 8. sæti á Hm í handbolta.

Ef maður horfir blákalt á hlutina mætti halda því fram að það sé misskilningur að Íslendingar geti verið stoltir af strákunum sínum.

Kannski þeir ættu frekar að vera stoltir af keppnisfyrirkomulagi mótsins.

Maður spyr sig....en þó ekki.

þriðjudagur, janúar 23, 2007

Ég er sammála.....

.....Málflutningi Sólksinsfíflisins, í sambandi við dagpeningamál kvennalandsliðsins.

mánudagur, janúar 22, 2007

Bloggbót

Lítið hefur verið í gangi á síðu þessari að undanförnu, sökum gríðarlegra anna. BA ritgerð var skilað og að sjálfsögðu kláraði ég hana kl 15.30 og átti svo að skila kl. 16.00....ég skilaði kl. 16.01.

Stefnt er að því að færslur verði hér tíðari.

Að öðru....

Var að frétta það í gegnum þáttinn Scrubs að þegar konur eru að fæða börn kúka þær nánast undantekningarlaust á sig í rembingnum.

Minnir óneitanlega á Samfylkinguna að því undanskildu að ekkert barn fæðist.

Spaugstofumenn komu með sniðugan brandara. Það er fréttaefni útaf fyrir sig. Brandarann má finna frekar aftarlega í þættinum, þar sem menn eru í heitum potti að metast um hversu flotta veislu þeir héldu í bankanum sínum.

Fleira hefur ekki gerst markvert að undanförnu.

Góðar stundir.

miðvikudagur, janúar 17, 2007

BA-verkefni

Í gær kom út ritverk eftir Viðar Guðjónsson Stúdent, verðandi Bakkalárus.

Verkið heitir: Er tóbaksreykur í vinnuumhverfi starfsfólks á veitinga og skemmtistöðum til marks um ytri áhrif á markaði?

Hægt er að nálgast eintak með stafsetningavillu á forsíðu fyrir 1500 krónur.

mánudagur, janúar 08, 2007

Ég valinn maður ársins hjá Time Magazine...

Það eru nú ekki allir sem geta státað af því. Þó vissulega geti það allir nema konur.

þriðjudagur, janúar 02, 2007

Já skaupið var...

.....nú bara mjög sniðugt. Margt sem fékk mína einföldu sál til að hlæja.