þriðjudagur, júlí 25, 2006

Skattafróðleikur

Maður spyr sig hvort verslunareigendur á laugavegi séu ekki orðnir langþreyttir á eilífri skattlagningu á viðskiptavini þeirra. Því skattlagningu á viðskiptavini þeirra má leggja að jöfnu við skattlagningu á þá.

Dæmi: Venjulega kostar kaffibolli 250 krónur niðrí bæ. Þann kaffibolla tekur u.þ.b. klst að drekka (með ábót og spjalli um hlutabréf). Ef einnig er greitt í stöðumæli fyrir þessa klst, þá kostar hann u.þ.b. 150 krónur í viðbót.

Kaffibollinn kostar því 400 krónur í miðbæ Reykjavíkur. Það er mikið. Of mikið fyrir kaffibolla. Of mikið fyrir kaffibolla sem hægt er að fá á 250 krónur annar staðar. Of mikið fyrir kaffibolla sem hægt er að fá á 250 krónur annar staðar þar sem viðskiptamenn þurfa ekki að lifa við skattanauðung og eru því í betri samkeppnisstöðu.

Stöðumælar koma því öllum illa, viðskiptavinum sem og viðskiptamönnum.

Þetta var skattafróðleiksmoli dagsins.

mánudagur, júlí 24, 2006

Að skíta í rottu

.....Er vafasam orðalag yfir það að serða skonsu.

föstudagur, júlí 21, 2006

Öldur ljósvakans

Nú miðdegis hyggst Keðjan venda sínu kvæði í kross og þreyta frumraun sína í útvarpi. Stöðin mun vera Útvarp saga og heitir þátturinn sammarinn og er kenndur við netsíðuna Sammarinn.com. Ekki er vitað nákvæmlega um það hvað þátturinn fjallar, en þó verður að teljast líklegt að umfjöllunarefnið sé fótbolti. Enda svossum fátt annað sem Keðjan er fær að tjá sig um, nema kannski prumpufýlur og Skattalög.

miðvikudagur, júlí 19, 2006

Nick hnappelda

Prince sagði eitt sinn ,,I never waste a good boner" og átti þar með við að hann eyddi aldrei góðri standpínu. Hvað sem því líður þá sótti ég giftingu um helgina þar sem Skúli Leifsson ræstitæknir og Hafdís Ósk Guðlaugsdóttir gengu í það heilaga og er ekki úr vegi að óska þeim innilega til hamingju með það.

þriðjudagur, júlí 18, 2006

Ég er fíflið.....

Sem borgaði sig inn á Superman returns. Að vísu er um að ræða heiðarleg mistök þar sem undirritaður áttaði sig ekki á því að þar sem venjulega stendur bönnuð innan 10 ára, stendur líklega bönnuð eldri en 10 ára.

mánudagur, júlí 17, 2006

Keðjufíflið fær endurnýjun lífdaga

Nú hefur þessi síða verið lítt uppfærð að undanförnu, en engu að síður eru 201 búnir að commenta á síðuna síðan seinast. Því er það vegna fjölda áskorana sem bloggi verður haldið áfram hér, haldið áfram hér, haldið áfram hér, haldið áfram hér, haldið áfram hér, nei djók ætla út í smók.