fimmtudagur, október 19, 2006

Orðaflaumur

Nú nýlega stóð stúdentaráð fyrir meðmælum til þess að vekja athygli á mikilvægi menntunar í landinu. Gott og blessað. Ég veit ekki hvort þetta er einhver vanvirðing á góðu framtaki, en mér finnst þetta svolítið fyndnar yfirlýsingar sem fylgdu með meðmælunum. Svona orðaflaumur sem merkir ekki neitt. Alveg eins hefði verið hægt að segja menntun er góð, svona eins og mjólk er góð.

Í yfirlýsingunni stóð:

Til þess að íslenskt samfélag haldi áfram að blómstra er nauðsynlegt að menntun verði gert hátt undir höfði. Þar skipta eftirfarandi atriði höfuðmáli: Þetta hefði í raun verið nóg.

Menntamál eru atvinnumál og hærra þekkingarstig skilar miklum arði til samfélagsins í gegnum margvísleg störf sem finna má í öllu atvinnulífinu. Til þess að ná lengra verðum við að fjárfesta meira í menntun. (Hver erum við? Líklega stúdentar þar sem þetta kemur fram í nafni stúdentaráðs. Athyglisverðar fréttir: Stúdentar eru hlynntir skólagjöldum)

Til að hægt sé að nýta þann mikla mannauð sem býr í íslensku þjóðinni verður að tryggja öllum aðgang að góðu háskólanámi sem stenst erlendan samanburð. (tryggja öllum aðgang? En hvað með þá sem ekki geta borgað skólagjöld)

Til að þekkingin blómstri og skili samfélaginu sem mestum arði þarf að búa hátækni- og nýsköpunarfyrirtækjum góð og stöðug starfsskilyrði. ( Minnir mig á Simpson þátt þar sem geimvera dulbúin sem forsetaframbjóðandi gefur út þessa yfirlýsingu : I have no objection of a man walking on the moon. )

Við tökum undir með Kristínu Ingólfsdóttur, rektor HÍ þegar hún segir: Það sem alltaf hefur skilað Íslendingum lengst er að þeir hafa fundið í sér vilja, kraft og getu til að vaxa út úr smæð sinni. Íslendingar hafa náð lengst þegar þeir hafa hugsað stórt og sótt fram í krafti þekkingar. (Orðaflaumur og þjóðernisbull)

Mennt er máttur,
maður er sáttur,
það er leikur að læra,
úti liggur dauð gæra.

mánudagur, október 16, 2006

Böl er dvöl í fótbolta á möl

Einu sinni teiknaði ég mynd af Bart Simpson þar sem hann var að segja ,,halló Laxi" (já með xi). Með hverju árinu sem líður,verð ég sannfærðarðari um að það sé það svalasta sem ég mun áorka í mínu lífi.

þriðjudagur, október 10, 2006

Úti að skíta

Nú fyrir nokkrum mínútum var ég að fela mig fyrir henni Rögnu minni. Faldi mig á bakvið vegg á meðan hún sagði ,,Viðar hvar ertu". Ég hló inn í mér og hugsaði ,,ég trúi þessu ekki, hún finnur mig ekki".

Stuttu síðar kom ég fram og bjóst við hlátri og gleði við endurfundina. En þvert á móti fékk ég þessi orð í smettið ,,veistu þetta er ekkert fyndið". Ég verð nú að viðurkenna að um leið og ég stóð þarna með sólheimaglott til að lúkka kúl, fann ég hvernig ég skammaðist mín smá. Því hef ég tekið þá ákvörðun að hætta að fela mig upp úr þurru. Eins dreg ég þessa ályktun...

Ef ég er úti að skíta, kemur Ragna og skeinir mér.

miðvikudagur, október 04, 2006

Crank

Keðjufíflið fór í bíó á myndina Crank í kvöld. Þvílíka kvikmyndaupplifun er ekki hægt að kaupa út í búð, bara í bíó. Ólafur Þórðarson (a.k.a Jason stratham) leikur mann sem má ekki stoppa að hlaupa ,því annars deyr hann, svona eins og hákarl...eða köttur sem er búinn að fá sinnep í rassinn. Það er heillandi, en þó ekki nærri jafn heillandi og ýmis smáatriði sem sjást æ sjaldnar í kvikmyndum nú á tímum. Aðalsöguhetjan er jafn töff og orðið þokkalega var fyrir nokkrum árum, löggurnar eru aular, vondu kallarnir vondir og konurnar hálfnaktar fyrirsætur sem vita ekki neitt og ekki til neins brúks nema gera hitt. (a.k.a. dodo)

Til þess að skemma ekki upplifun framtíðaráhorfenda segi ég bara.

*Óli Þórðar kemur karlmennskunni aftur á kortið.
*Æsilegur hasar sem segi sex

4 hlekkir af 5 mögulegum.













Mynd tekin úr giftingu Ólafs

þriðjudagur, október 03, 2006

Tekinn af pabba

Á mínum menntaskólaárum stóð ég gjarnan í heitum...eða a.m.k. volgum rökræðum við bekkjarfélaga mina og ósjaldan voru það við Tryggvi Gunnarsson sem ræddum saman. Yfirleitt var það þannig að margir hlustuðu á og þegar búið var að kveða hinn aðilann í kútinn, heyrðist í meintum sigurvegara ,,tekinn TEKINN" í stigmagnandi hljómi. Þeir sem hlustuðu á voru nokkurs konar dómarar og var það hlátur þeirra sem skar úr um hversu tekinn meintur ósigurvegari rökræðanna var.

Í gær horfði ég á leik Watford og Fulham í enska boltanum ásamt mömmu og pabba sem eru bæ ðe vei á sjötugs aldri. Undir lok leiksins sagði ég eitthvað á þessa leið, þetta er týpískur enskur leikur og átti þar með við að leikurinn bæri einkenni enskrar knattspyrnu sem eru langar sendingar uppá von og óvon. Við það hváði í föður mínum ,,það er ekki skrítið þar sem þetta er leikur í ensku úrvalsdeildinni".

Fyrsta hugsun mín var eitthvað á þessa leið ,,Jesús minn hvað þetta var ekki sniðugt comment" en í sömu andrá heyrðust hlátrasköllin í móður minni sem lá á gólfinu að kæla á sér bakið. Hún hreinlega tók andköf af hlátri og þá espaðist faðir minn allur við og endurtók ,,það er ekki skrítð þar sem þetta er leikur í ensku úrvalsdeildinni" og bankaði í sófaborðið.

Á þessum tímapunkti áttaði ég mig á því að sennilega hafði ég verið tekinn skv. menntskælingahefðinni forðum. Því gat ég ekki annað en hugsað ,,tekinn af pabba mínum, hversu slæmt er það!", Um leið og ég áttaði mig á því fór ég líka að hlæja sem var líkt og olía á hlátursbálið sem magnaðist fjórfalt um leið. Ekki náðist að ráða niðurlögum þess fyrr en u.þ.b. tveimur mínútum og fjölda banka í sófaborðið síðar.

Tvennt má læra af þessu. Ber er hver að baki nema sér bróðir eigi. Tíðarandi í menntaskóla er ekki eitthvað sem má heimfæra yfir á daglegt líf.