sunnudagur, mars 18, 2007

Bandarískt þjóðfélag

Bandarískt þjóðfélag er undarlegt með meiru. Þar getur hver maður orðið ríkur af því að því að nýta sína hæfileika. Hvarvetna má sjá merki þess að þetta er með ríkari þjóðfélögum, en á sama tíma reynist eymdin ríkja á bakvið leikmyndina.

Í Bandaríkjunum er allt til sölu. Öfgarnir þekkja sér vart takmörk. Lýsa má þjóðinni á þann hátt að allir og allt sé til sölu og flestir vilji láta kaupa sig. Jafnvel er hægt að kaupa sér ,,réttvísi", þó maður spyrji sig hvort eitthvað sé réttlátt við það.

Ekki er ég maður til þess að setja mig í dómarasæti þegar kemur að þvi að útskýra hvað réttlæti er, en þó veit ég hvað mér finnst óréttlátt. Raunar ætla ég að fullyrða það að þessi athöfn laganna varða í Bandaríkjunum sé óréttlætið holdi klætt.

fimmtudagur, mars 15, 2007

Félag íslenskra Daða

Þetta er snilld.

mánudagur, mars 12, 2007

,,Ef maður gæti nú svarað því"

Í Morgunblaðinu í gær birtist grein sem segir frá því hvernig þremur ,,reyndum" fjallamönnum var bjargað eftir tólf tíma veru í snjóskafli. Þvert á ráðleggingar veðurstofunnar lögðu þeir upp í fjallaferð og að sjálfsögðu lentu þeir í vonsku veðri sem ,,skall snögglega á".

Aðspurðir hvers vegna þeir höfðu lagt upp í þessa ferð þrátt fyrir ráðleggingar um annað, sagði einn þremenninganna, Stefán Jónsson þetta: ,,Ef maður gæti nú svarað því"......

Já sjálfur Hómer Simpson hefði ekki getað komist betur að orði.

fimmtudagur, mars 08, 2007

Mamma og Pabbi

Mig langar að nota þetta tækifæri til þess að óska Andra Fannari Ottósyni Simonsen Fonceca og Lindu Heiðarsdóttur Thoroddsen innilega til hamingju með frumburðinn sem fæddist þriðjudaginn 6 mars. Hann, sem reyndist að vísu vera hún, vóg 13 merkur og var 49 cm.

Þá veit maður hvað þau voru að gera fyrir níu mánuðum vúú húú!

þriðjudagur, mars 06, 2007

An inconvenient truth

Horfði á an inconvenient truth í gær. Mjög fín heimildamynd sem sýnir fram á það hvernig við, mannfólkið, mengum sífellt meira vegna aukinnar fólksfjölgunnar og sinnuleysis gagnvart umhverfinu.

Það veldur hlýnun jarðar, sem er slæmt. Á endanum mun hún leiða til gríðarlegra breytinga á vistkerfinu og stórir hlutar jarðar verða óbyggilegir vegna ísaldar.

Hún er í nokkurs konar fyrirlestrarformi og kemur inn á það hvernig vísindamenn eru nær einróma um að hættan sé raunveruleg. Gore sjálfur segir raunar að við munum sjá afleiðingar strax á okkar líftíma, eftir 50 ár.

Málflutiningurinn er sannfærandi og laus við að maður hafi á tilfinningunni að hér sé um að ræða innihaldslausar staðreyndir byggðar á fölskum upplýsingum, þó maður viti það náttúrlega aldrei nema að kafa ofan í rannsóknir.

Því nenni ég hins vegar ekki. Frekar fer ég í bíó.

Mogginn

Gerðist áskrifandi að Mogganum nú í vikunni og er ég ekki frá því að það sé ein besta ákvörðun mín síðan ég ákvað að taka rauðu pilluna framyfir þá bláu.