Gaman að segja frá því að ég er kominn inn í kennsluréttindanám og mun hefja það í upphafi næsta árs.
Nú er bara að finna sér brúnar flauelisbuxur og jakka með leðurbótum og þá er maður tilbúinn í hlutverkið.
Ég sé fyrir mér að eftirfarandi frasar verði mikið notaðir.
,,Krakkar, ekki vera með þessi læti."
,,Eitt orð í viðbót frá þér ungi maður og þá geturðu hundskast út"
,,Carpé diem"