laugardagur, desember 16, 2006

Ari orðinn meistari

Fyrir tveimur árum fór Ari Pálmar Arnalds í víking til Danmerkur og sótti þar nám til meistara í verkfræði.

Því finnst mér vel við hæfi að óska Ara til hamingjum með útskriftina. Enda hefur það verið hrein unun að sjá strákinn dafna og þroskast í vel menntaðan hund eins og sjá má hér á myndinni.



















Til hamingju Ari.

þriðjudagur, desember 12, 2006

Elsta kona í heimi

Elsta kona í heimi er alltaf að deyja...

mánudagur, desember 11, 2006

Gæti einhver verið svo vænn..

Að segja mér hér í commenti, hvernig maður setur inn á bloggið fasta linka á aðrar netsíður.

Einnig má sá hinn sami tjá skoðun sína málsháttnum: Öllu gríni fylgir alvara. Er hann bara bull eða er mikil speki þar á ferð?

Raunar mega allir sem vilja tjá sig um það.

föstudagur, desember 08, 2006

Áfengi í búðum

Nú liggur frumvarp fyrir Alþingi þar sem lagt er til að sala léttvíns og bjórs verði leyfð í almennum verslunum.....

Fussum svei! Hverju taka þessir Alþingismenn upp á næst?

Að leyfa rokk-músík, mini pils og karlmenn með sítt hár?!? Að kynlíf fyrir giftingu verði ekki gert refsivert? Banna þeir nornaveiðar?!?

Aldrei hefur guðhrætt hjarta mitt tekið jafn rækilegan kipp og þegar það heyrði þessar fréttir. Vonandi eru til einhverjir sómakærir Alþingismenn sem stoppa þetta í fæðingu. Annars munu allir á endanum líta svona eða svona út

Í öðrum fréttum

Apollo, geimferja Bandaríkjamanna, lenti á tungl......

þriðjudagur, desember 05, 2006

Sjórinn

Sjórinn er eitthvað svo óendanlega djúpur og engin leið að vita hvað í honum leynist. Hann er myrkur og morðóður, einnig er hann kaldur og hvissandi.

En mannskepnan er ótrúleg og hefur náð að smíða skip til þess að koma í veg fyrir að þurfa að fara nálægt þessum andskota. Því langar mig að nota þetta tækifæri og hylla allt mannkyn í eitt skipti fyrir öll. Við höfum svo sannarlega sýnt öllu öðru í heimana og holdgervingur sigurgöngu okkar er skipið sem siglir í gegnum ólgusjó skítsama um veður og vinda, skítsama um allt.

Til hamingju mannkyn.

laugardagur, desember 02, 2006

Free to choose

Verð að vekja athygli á heimildaþáttunum Free to choose. Þar fjallar Milton Friedman um frjálshyggjulasnir í hinu daglega lífi. Jafnvel þó þættirnir séu frá 9.áratugnum eru þeir enn skemmtilegir og fræðandi.

Verð jafnframt að benda áhugasömum á rökræðurnar í lok þáttanna, þær eru magnaðar og skemmtilegt hvernig Friedman er alltaf með svör á reiðum höndum.