mánudagur, ágúst 28, 2006

Everton 2 - Munnmakarham 0

Undirritaður horfði á leik Tottenham og Everton um helgina. Væntingar fyrir leik voru undir lágmarki þar sem 21 ár eru síðan Everton vann á White Hart Lane.

Því var fögnuðurinn gífurlegur í Keðjuholti eftir að úrslit voru kunn. Ekki nóg með það að mínir menn sigruðu, að auki komu margsinnis kaflar í leiknum þar sem Everton náði að senda meira en þrjár sendingar á milli manna.

Í framhaldinu er ekki úr vegi að gefa út stríðsyfirlýsingu fyrir næsta leik sem er á móti Liverpool:

,,Everton táknar hið góða í heiminum, Liverpool táknar hið illa í heiminum. Því mun ekkert blóm dafna, engin ást brenna, engin list fæðast og engin fegurð lifa fyrr en knattspyrnuliðið Liverpool mun deyja, deyja, deyja á blóði drifnum knattspyrnuvelli."

mánudagur, ágúst 21, 2006

Enginn Viðar í þjóðskrá

Ég fór á vef Hagstofunnar um daginn. Mér til nokkurrar furðu er enginn í þjóðskrá sem ber nafnið Viðar.

Eftir að þessi sannindi voru ljós er ekki laust við að ákveðin tilvistarkreppa hafi sótt að mér. Fyrir vikið fór ég að velta því fyrir mér hver ég væri í raun og veru. Ég leigði myndina Who am I með Jackie Chan en fékk engin svör. Því næst hlustaði ég á lagið Whats this life for með Creed, en mér til nokurrar armæðu, enn engin svör.

Í öllum þessum heimspeikilegu vangaveltum sem á eftir fylgdu fór ég að spá í því hvort ég væri virkilega hvítur, gagnkynhneigður, karlmaður. Eftir smá umhugsun komst ég að því að í rauninni væri ég það ekki. Þó komst ég að niðurstöðu.... og er niðurstaðan sú að ég er....ég er....ég......er Hálfviti.

Og annar til...

Utanríkisstefna Bandaríkjanna

Einn smá djókur ...

Framsóknarflokkurinn

miðvikudagur, ágúst 16, 2006

Já það er nú einu sinni þannig að sumt er óstjórnlega fyndið

Mér þykir best að leyfa þessu myndbroti að tala sínu máli.

sunnudagur, ágúst 13, 2006

Hýrt stolt

Í gay pride göngunni í gær voru samankomnar ljótar samkynhneigðar stelpur og sætir samkynhneigðir strákar, auk óbreyttra gagnkynhneigðra borgara af öllum stærðum og gerðum. Tilefnið var að fagna frelsi og jafnrétti samkynhneigðra. Það er gott mál því ávalt ber að fagna mannréttindum.

Um kvöldið var svo þvílík stemning á Nasa þar sem Oddur og Ívar fóru hamförum á dansgólfinu eins og sjá má á myndinni hér fyrir neðan.

föstudagur, ágúst 11, 2006

Hass er hollt

Þetta er skemmtilegra en það sem er leiðinlegt.

þriðjudagur, ágúst 08, 2006

Hugleiðingar um ,,ofurlaun" á Íslandi

Að undanförnu hefur mikið verið rætt um ójöfnuð í þjóðfélaginu. Ef marka má blað Frjálsrar verslunar eru rúmlega 50 einstaklingar með meira en tvær miljónir á mánuði í laun fyrir sína vinnu og eru margir þeirra bankamenn. Á sama tíma eru lægstu laun 100-200 þúsund krónur á mánuði.

Sumir segja það ósanngjarnt þegar bilið á milli þessarra launahópa er svona mikið. Aðrir telja að það sé ,,bara rugl" að bankamenn fái svona há laun. Enn aðrir vilja meina að slíkt ósamræmi ógni ,,þjóðarsátt" þar sem slík þróun sé forsenda stéttaskiptingar í landinu. Að síðustu tala ýmsir um að engum sé hollt að eiga svona mikla peninga og einunugis til marks um græðgi viðkomandi.

En mikilvægt er að átta sig á einu.

Bankarnir hafa skapað þjóðarbúinu meiri peninga en nokkur önnur atvinnugrein á undaförnum árum. Elja og hugvitsemi einstaklinganna sem þar vinna hefur skapað þennan auð. Sérstaklega er hér um að ræða vinnu innan ákveðinna deilda í bönkunum.

Því er eðlilegt að spyrja sig hvort ekki sé sanngjarnt að þessir aðilar njóti þeirra ávaxta sem vinna þeirra skapar. Í þessu samhengi er mikilvægt að gera sér grein fyrir því að þetta fjármagn sem bankarnir skapa er ekki tekið úr einhverjum tæmandi potti. Því er enginn hlunnfarinn þó aðilar innan bankanna fái há laun. Enginn þeirra er að taka laun frá öðrum í þjóðfélaginu.

Hvað fæst með því að skattleggja eða veita hálaunamönnum lægri laun? Eiga bankafyritækin sjálf að fá þessa peninga sem ellegar gætu verið greiddir í laun? Á ríkið að taka aukalega af hálaunamönnum þegar rannsóknir sýna að slíkt veitir ekki auknar skatttekjur? (Sem er einhver hagfræði sem ég kann ekki nánari skil á)

Ekki er gott að sjá ávinningin af því

Mergurinn málsins er sá að umræðan er sprottin upp vegna öfundar. Hin ímyndaða þjóðarsátt er byggð á því að enginn megi hafa það of gott því slíkt sé svindl eða ósanngjarnt. Manni leyfist að efast um að slík rök standist í ,,siðmenntuðu" þjóðfélagi.

Hver sem er getur keppst að því að reyna að fá sem hæst laun. Slíkt er vel gerlegt í landi eins og Íslandi þar sem langflestir hafa tækifæri til þess að keppast að því að koma sér áfram á atvinnumarkaði, t.d. með því að mennta sig meira.

Siðan er líka hægt að vera sáttur við sitt hlutskipti og njóta þess að vera til án þess að láta ásókn í efnislegar þarfir stjórna sínu lífi.

Ég er farinn að horfa á Seinfeld. Hann er fyndinn.

mánudagur, ágúst 07, 2006

Alltaf sama bullið í sumum

Það var nú bara ekki rassgat að því að vera staddur á Ásbyri um helgina. Þeir sem segja náttúrufegurðina vera ömurlega eru bara sjálfir ömurlegir. Jú jú, sumir gætur líka sagt að dettifoss sé bara ,,vængefið glataður", en ,,kommon" og ,,get real" aðeins í smá stund. það verður nú bara að segjast að þetta er drulluflott........ Jísús kræst maður.

miðvikudagur, ágúst 02, 2006

Edgar Allan Poe....

hefði komist ágætlega að orði hefði hann sagt ,,sumarpróf eru svívirða".